Vika6 - 2025

Vika6 fer fram dagana 3.–7. febrúar 2025. Þemað að þessu sinni er líkaminn og kynfærin. Hér fyrir neðan eru hugmyndir og verkfæri sem sérsniðin eru að þema ársins. 

Fræðsluveggspjald Viku6 er hannað af verkefnastýrum Jafnréttisskólans og teiknað af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfundi og teiknara. Veggspjaldið er aldursmerkt fyrir 8.-10. bekk og á því má finna ýmsa fræðslumola tengda þema ársins. 

Sækja veggspjald á PDF formi

Fræðslupakkar

Hægt er að vinna með þemað á fjölbreyttan hátt, út frá aldri og þroska hvers barnahóps.

Fræðslupakkarnir innihalda kennsluhugmyndir, verkefni og annað efni tengt þema ársins. 

 

Teikning af fjórum manneskjum.

Fræðslumyndbönd

Fræðslumyndbönd Viku6 fyrir árið 2025 eru tvö talsins og eru aðgengileg á Youtube. Myndböndin eru ætluð mið- og unglingastigi og með þeim fylgja umræðuspurningar og verkefni.

Tara Margrét, félagsráðgjafi, fjallar í sínu myndbandi um líkamsímynd og líkamsvirðingu. (11:53 mín).

Tara Margrét - fræðslumyndband

Umræðuspurningar

Rósa Guðbjörg, förðunarfræðingur, fjallar í sínu myndbandi um mismunandi húðtýpur og húðumhirðu sem hentar unglingum. (10:48 mín).

Rósa Guðbjörg - fræðslumyndband

Umræðuspurningar og verkefni

Youtube rás Jafnréttisskólans

Á Youtube má finna fræðslumyndbönd gefin út af Jafnréttisskólanum og UngRúv í tengslum við Viku6. Einnig má finna spilunarlista með alls kyns kynfræðslutengdu efni fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra. 

 

Youtube rás Jafnréttisskólans 

Teikning af konu að vinna við tölvu.

Fræðsluefni á UngRúv

UngRúv hefur tekið saman alls kyns kynfræðsluefni tengt Viku6 og birt á heimasíðu sinni. 

Þar má finna bæði erlent og íslenskt fræðsluefni, leikið efni og Viku6 myndbönd Jafnréttisskólans. 

Skoða UngRúv

Tengt þessu þema er t.d. hægt að fjalla um:

  • Líkamsgerðir
  • Fötlun
  • Líkamsímynd
  • Líkamssátt
  • Staðalmyndir
  • Samfélagsmiðla og samanburð
  • Kynþroska og breytingar á líkama/kynfærum
  • Breytingar yfir æviskeiðið
  • Hárvöxt 
  • Húðumhirðu
  • Fjölbreytt kynfæri
  • Intersex
  • Kynfæri á fósturskeiði
  • Tíðahringinn
  • Sáðlát
  • Viðbrögð líkamans við kynferðislegri örvun
  • Hvenær á að leita til læknis og hvert er hægt að leita

Niðurstöður unglingafundar

Unglingafundu í Tónabæ

Unglingafundur í tengslum við Viku6 2025 var haldinn þann 5. desember 2024. Öllum grunnskólum borgarinnar bauðst að senda tvo fulltrúa á fundinn. Í heildina mættu um 50  ungmenni á fundinn og ræddu saman um kynfræðslu af miklum áhuga. Þau ræddu einnig þema næstu Viku6, inntak og áherslur. 

Sjá umræðupunkta og niðurstöður.