Vika6 - 2025

Vika6 fer fram dagana 3.–7. febrúar 2025. Þemað að þessu sinni er líkaminn og kynfærin. Hér munu koma hugmyndir og verkfæri sem sérsniðin eru að þema ársins. 

Þema Viku6 2025

Þema Viku6 að þessu sinni er líkaminn og kynfærin. 

Hægt er að vinna með þemað á fjölbreyttan hátt, út frá aldri og þroska hvers barnahóps.

Teikning af tveimur konum sem halda utan um hvora aðra.

Tengt þessu þema er t.d. hægt að fjalla um:

  • Líkamsgerðir
  • Fötlun
  • Líkamsímynd
  • Líkamssátt
  • Staðalmyndir
  • Samfélagsmiðla og samanburð
  • Kynþroska og breytingar á líkama/kynfærum
  • Breytingar yfir æviskeiðið
  • Hárvöxt 
  • Húðumhirðu
  • Fjölbreytt kynfæri
  • Intersex
  • Kynfæri á fósturskeiði
  • Tíðahringinn
  • Sáðlát
  • Viðbrögð líkamans við kynferðislegri örvun
  • Hvenær á að leita til læknis og hvert er hægt að leita

Niðurstöður unglingafundar

Unglingafundu í Tónabæ

Unglingafundur í tengslum við Viku6 2025 var haldinn þann 5. desember 2024. Öllum grunnskólum borgarinnar bauðst að senda tvo fulltrúa á fundinn. Í heildina mættu um 50  ungmenni á fundinn og ræddu saman um kynfræðslu af miklum áhuga. Þau ræddu einnig þema næstu Viku6, inntak og áherslur. 

Sjá umræðupunkta og niðurstöður.