Útiveitingar á borgarlandi

Átt þú veitingastað og viltu bjóða viðskiptavinum þínum „út“ að borða? Útiveitingar á borgarlandi eru háðar samþykki borgarinnar. Undantekningarlaust þurfa veitingarstaðir í flokki II, flokki III eða gististaðir í flokki IV að vera með heimild með útiveitingum sem kveðið er á um í gildandi rekstrarleyfi.

Nauðsynlegt er að skoða leiðbeiningar áður en sótt er um.

 

Umsóknarferli

Ef fyrirhugað útiveitingasvæði er staðsett á borgarlandi skal sækja um samkvæmt eftirfarandi ferli

""

Staðsetning og útlit

Fyrsta skref er að ákveða staðsetningu og hanna útlit á útisvæðinu samkvæmt leiðbeiningum um útisvæði. Mikilvægt er að kanna hvort fyrirhugað útiveitingarsvæði sé innan eða utan lóðar.

Teikning Fjaðurpenni og blekbytta

Afnot af borgarlandi

Næst er sótt um leyfi um afnot af borgarlandi hjá Reykjavíkurborg með því að skila inn teikningum af hönnun, stærð og staðsetningu og fylla út eftirfarandi form.

""

Rekstrarleyfi

Eftir að Reykjavíkurborg hefur samþykkt og samningur er til staðar, er sótt um breytingu á rekstrarleyfi hjá sýslumanni með samningi og teikningum.

Byggingarleyfi

Ef útiveitingasvæðið þitt er innan lóðar, þarf það að koma fram á aðaluppdráttum. Ef ekki er gert grein fyrir útiveitingum á aðaluppdráttum, þarf að sækja um byggingarleyfi.

Lóðamörk

Ertu óviss um hvort fyrirhugað útiveitingasvæði er á borgarlandi eða innan lóðar? Hér getur þú flett upp heimilisfangi og skoðað lóðarmörk.