Umhverfisvottun

Til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra uppbyggingarsvæða er í dag lögð áhersla á að gera borgarumhverfi og byggingar sem mest vistvæn og sjálfbær. Slíkt er enn mikilvægara í nýjum borgarhluta eins og Ártúnshöfða og Elliðavogi sem eru rétt við helstu útivistarsvæði borgarinnar og í mikilli nálægð við viðkvæma náttúru. Því er stefnt að því að deiliskipulagsáætlanirnar fyrir Ártúnshöfða og Elliðavog fái BREEAM umhverfisvottun.

Markmið

Markmiðið með staðlinum er að hjálpa hönnunarteymi, framkvæmdaaðilum og skipulagsaðilum að bæta, mæla og sjálfstætt votta sjálfbærni hverfis á hönnunar- og skipulagsstigi.

Innan þessa fimm efnisflokka eru kröfur til ýmissa ólíkra þátta sem lagt er mat á við skipulagsvinnuna. Horft er til atriða eins og samráðs, grænna og opinna svæða, samgangna, vistfræði, orkunotkunar, mengunar, heilsu og vellíðunar, landnotkunar og meðhöndlunar úrgangs og ofanvatns, til að nefna helstu þætti.

 

Vistvottun

Hvaða þýðingu hefur vistvottun fyrir okkur?

Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur M.Sc. Fagstjóri samgangna Mannviti (BREEAM Communities matsaðili).

Umhverfisvottun Breeam

BREEAM Communites mat á skipulagi styður við Breeam mat á byggingum innan hverfisins ef ákveðið er að umhverfisvotta einstaka byggingar.

Þegar umhverfisvottun er unnin eru þessir fimm efnisflokkar skoðaðir og skipulaginu gefin einkunn:

  • Samráð og stjórnun
  • Félagsleg og efnahagsleg velferð
  • Auðlindir og orka
  • Landnotkun og vistfræði
  • Samgöngur og flutningur

Hafa samband

Verkefnið heyrir undir embætti skipulagsfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.