Tónskólinn DoReMi

Tónlistarskóli

Frostaskjól 2
107 Reykjavík

Húsnæði tónskólans DoReMi

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónskóla Do Re Mi á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

""

Um Tónskólann Do Re Mi

Tónskólinn Do Re Mi býður upp á fjölbreytta og góða hljóðfærakennslu byggða á opinberum námskrám tónlistarskóla. Kennt er á fiðlu, gítar, harmóniku, hörpu, píanó, selló, víólu og þverflautu.

Við skólann eru 14 kennarar sem leggja kapp á að sýna virðingu, væntumþykju og fagmennsku. Samleikur er mikilvægur partur af hljóðfærakennslunni. Yfir skólaárið koma nemendur fram á ýmsum tónleikum, sem geta verið samleiks og/eða einleikstónleikar.  

Tónskólinn Do Re Mi er frekar lítill skóli og er sagður vera með stórt hjarta sem þjónar íbúum Vesturbæjar í Reykjavík. Ákveðinn styrkur felst í smæðinni, nándinni og Vestubæjarbragnum og ekki síst í því að skólinn einsetur sér að vera góður skóli þar sem stuðlað er að því að börn njóti þess að iðka tónlist.
Starfstími skólans er frá lokum ágúst til loka maí ár hvert. Rekstrargrundvöllur skólans byggir á styrk frá Reykjavíkurborg. Skólinn er til húsa í KR heimilinu Frostaskjóli 2.

Skólastjóri er Vilberg Viggósson