Tónlistarskóli FÍH

Tónlistarskóli

Rauðagerði 27
108 Reykjavík

""

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

""

Um Tónlistarskóla FÍH

Tónlistarskóli F.Í.H. er staðsettur í Rauðagerði 27 í austurbæ Reykjavíkur.
Skólinn hefur um áratuga skeið verið leiðandi í rytmísku námi og námsaðferðir hafa speglað þá strauma og stefnur sem eru ráðandi hverju sinni á tónlistarsenunni. Skólinn samanstendur af frammúrskarandi kennurum á öllum sviðum.

Hér er lifandi nám sem styður við áhuga nemenda og eykur færni þeirra og getu í að flytja og semja tónlist auk tækifæra að taka þátt í lifandi flutningi, innan skóla sem utan. Hér hafa farið í gegn margar af stórstjörnum íslensks tónlistarlífs.

Tónlistarnámið byggist á einkatímum, samspilum og bóklegum greinum. Að auki eru námskeið og hliðargreinar sem geta dýpkað skilning nemenda á tónlistarnáminu. 
Skólinn býður nám á öll helstu hljóðfæri og reynir að verða við óskum nemenda ef óskað er eftir kennslu á minna hefðbundin hljóðfæri. Hér er kenndur rytmískur söngur en rytmískt og klassískt hljóðfæranám.
Opið fyrir umsóknir frá 24.mars til 5. Maí.

Skólastjóri er Róbert Þórhallsson