Tónlistarskóli Árbæjar

Tónlistarskóli

Krókháls 5
110 Reykjavík

Ljósmynd af húsnæði tónlistarskólans í Árbæ

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónlistarskóla Árbæjar á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Um Tónlistarskóla Árbæjar

Tónlistarskóli Árbæjar er hefur starfað óslitið frá árinu 1997 og eru nemendur 190 talsins sem koma víða að úr Árbæjarhverfi sem og öðrum hverfum borgarinnar. Kennslan er oftast á skólatíma eða strax eftir skólatíma  og fer fram í flestum grunnskólum hverfisins svo sem Árbæjarskóla, Ingunnarskóla, Ártúnsskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla. 
Kennt er á eftirtalin hljóðfæri samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna :

  • píanó
  • gítar
  • söng
  • bassa
  • hljómborð
  • þverflautu
  • rafgítar

Allt hljóðfæra og söngnám fer fram í einkatímum og er það ýmist hálft nám í 30 mínútur í viku eða heilt nám tvisvar sinnum 25 mínútur í viku. Einnig er boðið upp á hópnám á píanó og gítar fyrir þá sem vilja kynnast hljóðfæranámi.

Við skólann er einnig starfandi forskóladeild og er hún ætluð 6-7 ára börnum. Einnig eru samspilshljómsveitir starfandi í skólanum.  

Tónfræðigreinar fram að framhaldsstigi eru kenndar við skólann, flestar í fjarnámi. Má þar nefna tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu og tónsköpun. Allir kennarar skólans eru menntaðir tónlistarkennarar. 

Skólastjóri er Stefán S. Stefánsson