Aðgengi í Sundhöll Reykjavíkur

Upplýsingar um aðkomu, sérklefa, hjólastólaaðgengi, lyftur, aðstöðu við sundlaugar og potta og afslætti í sundlaugum.

Yfirlit

  • Sér skiptiklefi og sturta
  • Aðgengi án þess að þurfa að fara í almenna klefa
  • Lyfta ofan í laug
  • Hjólastólaaðgengi að potti á nýja útisvæði
  • Hjólastólaaðgengi að laug
  • Hjólastólaaðgengi að eimbaði
  • Göngugrindur
  • Salerni í klefum og skiptiklefa

Aðkoma

Það er eitt P-merkt stæði við innganginn. Það er rafmagnsopnun á dyrum og inngangurinn er á jarðhæð og er þröskuldalaus.

Búningsklefar

Það eru tröppur niður í búningsklefa kvenna en engin lyfta er í húsinu. Búningsklefar karla eru á jarðhæð. Það er frekar þröngt í búningsaðstöðunni.

Aðstaða við sundlaug og potta

Stigar eru ofan í sundlaugina. Til að komast að heitu pottunum þarf að fara upp tröppur og eru handrið beggja vegna. Handrið eru að heitu pottunum og meðfram tröppunum ofan í pottinn. 

Sérklefar

Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti trans fólki (og börnum), þar með talið kynsegin fólki, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Sundhöll Reykjavíkur með íslenskum texta

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Sundhöll Reykjavíkur með enskum texta

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Sundhöll Reykjavíkur með pólskum texta