Suðurmiðstöð

Álfabakki 10
109 Reykjavík

Inngangur Suðurmiðstöðvar í Mjódd

Um Suðurmiðstöð

Suðurmiðstöð er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta til íbúa í Breiðholti, skólaþjónusta við  leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og ýmis fagleg þjónusta til stofnana og aðila í hverfinu.

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í miðstöðina í s. 411 1300 eða senda tölvupóst.

Markmiðið með miðstöðvunum er að gera þjónustu aðgengilegri fyrir íbúa og efla þverfaglegt samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna og auka þannig lífsgæðin í höfuðborginni. Jafnframt leggja miðstöðvarnar mikla áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka.

Framkvæmdarstjóri Suðurmiðstöðvar er Óskar Dýrmundur Ólafsson