Stjórn Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna

Þann 4. apríl 1995 var undirritað samkomulag borgarstjóra, félagsmálaráðherra og iðnaðarráðherra um stofnun lánatryggingarsjóðs til að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífinu.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

 Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans.

Borgarráð tilnefnir einn fulltrúa í stjórn sjóðsins. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Svanna er Dóra Björt Guðjónsdóttir.