Stjórn Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Þann 4. apríl 1995 var undirritað samkomulag borgarstjóra, félagsmálaráðherra og iðnaðarráðherra um stofnun lánatryggingarsjóðs til að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífinu.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

 Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans.

Borgarráð tilnefnir einn fulltrúa í stjórn sjóðsins. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Svanna er Dóra Björt Guðjónsdóttir.