Sorphirðudagatal
Sorphirðan sér um að tæma sorptunnur við heimilin í borginni. Í Reykjavík er skylda að flokka rusl og annan úrgang í að minnsta kosti fjóra flokka – almennt, lífrænt, plast og pappa. Hér að neðan getur þú séð hvenær sorpið verður næst hirt við heimili þitt miðað við áætlun.
Villa er í sorphirðudagatalinu sem endurspeglar ekki komandi frídaga. Vinna hefst aftur á þriðja í jólum, 27. desember, og einnig verður unnið helgina þar á eftir, 28. og 29. desember. Sorphirðan verður að störfum 30. desember og á gamlársdag verður unnið til klukkan 10.30. Sorphirða hefst aftur á nýju ári þann 2. janúar en einnig verður unnið laugardaginn 4. janúar.