Söngskólinn í Reykjavík

Tónlistarskóli

Laufásvegur 49-51
101 Reykjavík

Hús Söngskólans í Reykjavík séð utanfrá. Stór tré í garðinum, hvítt hús og blár himinn.

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Um Söngskólann í Reykjavík

Í Söngskólanum í Reykjavík er aðalnámsgrein söngur/raddbeiting. Því námi fylgja ýmis kjarnafög svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsaga og píanó. Kennarar skólans er hópur söngvara, píanóleikara og annara tónlistarmanna með langt nám og jafnvel mikla reynslu að baki og hafa þeir af miklu að miðla.

Allir nemendur fá reglulega einkatíma í söng og einkatíma með píanóleikara til vinnu á verkefnum sínum frá og með Ungdeild, í gegnum Grunndeild, Miðdeild, Framhaldsdeild og Háskóladeild. Þegar þessu námi er öllu lokið þá hefur nemandi unnið að lágmarki 150 verkefni og reglulega komið fram á tónleikum innan skólans að auki því að koma fram á sviðsettum sýningum skólans, sem eru 1 til 2 á ári.

Við erum svo heppin að hafa í okkar röðum kennara sem hafa sérhæft sig í leiklist og dansstjórnun og allar samsöngsdeildir fá leiðsögn í þeim þáttum. Aldur nemenda við skólann er frá 7-60 ára, enda er gefinn kostur á ýmsum deildum.

Skólastjóri er Ólöf Kolbrún Harðardóttir