Söngskóli Sigurðar Demetz

Tónlistarskóli

Ármúli 44 (gengið inn frá Grensásvegi)
108 Reykjavík

Ljósmynd af húsnæði Sigurðar Demetz

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Söngskóla Sigurðar Demetz á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Teikning af konu að spila á selló.

Um Söngskóla Sigurðar Demetz

Söngskóli Sigurðar Demetz (SSD) býður upp á söngkennslu í eftirfarandi deildum: 

  • Barnadeild (9-12 ára)
  • Unglingadeild (12-16 ára)
  • Einsöngsdeild (óperudeildir 1 og 2)
  • Söngleikjadeild 

Kennt er eftir aðalnámsskrá tónlistarskólanna með tilheyrandi tónfræðigreinum og tónlistarsögu. Auk þess er lögð sérstök áhersla á leiklistarnám samhliða söngnáminu. Innan banda einsöngsdeildar er að finna óperudeildir 1 og 2 auk sérstakrar söngleikjadeild (frá 16 ára aldri). 

Skólinn býður upp á fjölbreytt úrval söngkennara sem flestir starfa eða hafa starfað í faginu hér á landi og erlendis. Árlega standa óperudeildirnar og söngleikjadeild fyrir sviðssýningum en þar að auki býðst nemendum einsöngsdeildar tækifæri til að taka þátt í vikulegum samsöng í hverri viku og reglubundnu tónleikahaldi.

Nám í SSD hefur reynst kjörinn undirbúningur fyrir háskólanám í söng og leiklist og starfar stór hópur fyrrverandi nemenda nú við tónlist og sviðslistir. 

Skólastjóri er Gunnar Guðbjörnsson