Dugguvogur 46 - Tímabundin göngubrú reist yfir Sæbraut

Kynning fyrir hagsmunaaðila

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. júní 2023 var lögð fram tillaga um að byggja tímabundna göngubrú með stiga- og lyftuturnum beggja vegna, úr forsmíðuðum stáleiningum yfir Sæbraut frá mótum Snekkju- og Barðavogar yfir á lóð nr. 46 við Dugguvog samkvæmt uppdr. Gláma – Kím dags. 17. maí 2023. Brúnni er ætlað að standa til bráðabirgða, þar til lokið verður við byggingu Sæbrautarstokks.

Hagsmunaaðilum gefst kostur á að tjá sig

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Húseigendum að Eikjuvogi 1, 2, 3, 4, 5, 7, og 11, Snekkjuvogi 19, 21 og 23, Barðavogi 38, 40, 42 og 44 og Dugguvogi  46 og 44.

Bent skal á að leigutakar húsnæðis á ofangreindum lóðum teljast einnig til hagsmunaaðila og skulu húseigendur kynna tillöguna fyrir þeim.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skipulagsfulltrúa, Sigríði Maack verkefnastjóra  og Ólöfu Guðbjörgu Söebech verkefnastjóra.

Kynning hefst þann 21. júlí 2023 og skal athugasemdum við ofanskráða tillögu sendar í gegnum  skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is   eigi síðar en en 21. ágúst 2023.

Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg má finna hér. 
Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn borgarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.