Skautahöllin í Laugardal
Múlavegur 1
104 Reykjavík
Um Skautahöllina
- Íþróttabandalag Reykjavíkur sá alfarið um að reisa mannvirkið og annast allan rekstur samkvæmt samningi við borgaryfirvöld.
- Skautahöllin er mikið mannvirki. Hún er rúmlega 3700 fermetrar að stærð, þar af er sjálft svellið 1800 fermetrar. Skautahöllin tekur allt að þúsund manns í stæði.
- Mikil áhersla var í byrjun lögð á að almenningur hefði greiðan aðgang að skautahöllinni og miðað við aðsóknina sem hefur verið geysilega góð var greinilega mikil þörf á þessu yfirbyggða svelli borgarbúa.
- Grunnskólar höfuðborgarsvæðisins hafa nýtt sér aðstöðuna í miklum mæli og virðist sem skautaíþróttin eigi miklum vinsældum að fagna hjá grunnskólanemum.
- Skautafélag Reykjavíkur æfir í Skautahöllinni. Félagið býður upp á íshokkíæfingar og listskautaiðkun fyrir fólk á öllum aldri.
- Skautakennari er starfandi hjá Skautahöllinni og geta skólar, hópar og einstaklingar fengið hann til kennslu í grunnatriðum skautaíþróttarinnar og einnig mun hann kenna byrjendum íshokkí.