No translated content text
Seljahlíð
Félagsstarf
Hjallasel 55
109 Reykjavík
Opnunartími
Félagsstarfið í Seljahlíð er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9:30–16:00 og á föstudögum kl. 10:00–14:00.
- Hádegismatur kl. 11:45–12:30 alla virka daga fyrir íbúa
- Hádegismatur kl. 12:30–13:00 alla virka daga fyrir aðra (matarpöntun þarf að berast fyrir klukkan 13 daginn áður)
- Síðdegiskaffi kl. 14:30 alla virka daga fyrir íbúa
Þjónusta
- Sjúkraþjálfari fyrir íbúa - sími 540 2400
- Fótaaðgerðastofa Söndru - sími 865 7333
- Hársnyrtistofa Systu - sími 698 7534
Dagskrá
Lögð er áhersla á reglubundna hreyfingu og er leikfimi alla virka daga. Spilað er Boccia á staðnum. Einnig er sjúkraþjálfun á heimilinu. Jafnframt er leirmótun og almennt handverk (eins og t.d. handprjón, útsaumur og taumálun o.fl.) stundað. Helgistund er í höndum presta í Breiðholtssókn. Í Seljahlíð er eldaður hádegismatur og hægt að kaupa mat alla daga vikunnar. Dagskrá og matseðill liggja frammi á staðnum.
Strætó
Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 3 og 4.
Um félagsstarfið
Markmið félagsstarfs í Seljahlíð er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á félags- og tómstundastarf með stuðningi á mánudögum til fimmtudaga kl. 9:30–16:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–14:00. Öll eru velkomin. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.