Reykjanesfólkvangur, stjórn

Á fundi undirbúningsnefndar að stofnun fólkvangs á Reykjanesi 12. febrúar 1975 var samþykkt að Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Hafnarfjarðarbær, Grindavík, Garðabær, Selvogshreppur, Keflavík og Njarðvíkurhreppur (tvö síðastnefndu sveitarfélögin eru nú sameinuð í Reykjanesbæ) skyldu vera aðilar að fólkvangi á Reykjanesi, sbr. nú ákvæði 3. og 55. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999

Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Reykjanesfólkvangur er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg innan fólkvangsins einkum lágar hraundyngjur og gossprungur.

Stjórnin er skipuð einum fulltrúa frá hverju þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að fólkvanginum.

Borgarráð kaus þann 25. ágúst 2022 Kristin Jón Ólafsson í stjórn Reykjanesfólksvangs og Elísabetu Guðrúnar Jónsdóttur til vara.