Öruggir skemmtistaðir í Reykjavík

Teikning af dansandi pari

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.

Aðilar að samkomulaginu

Þann 8. apríl 2022 var undirritað nýtt samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði en verkefnið hófst árið 2016. Aðilar að samkomulaginu eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök reykvískra skemmtistaða.

Markmið verkefnisins

Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík, fyrir alla gesti og starfsfólk. Með því er stefnt á að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, en ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ekki liðið, þ.m.t. kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist t.d. á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.

Skemmtistaðir í verkefninu

American bar Auto Dillon
Bravó Den Danske Kro Pablo discobar
Enski barinn Gamla bíó Gaukurinn
Gullhamrar Hax Röntgen
Irishman pub Íslenski barinn Jungle
Kaffibarinn Kaldi bar Kiki
Lebowski bar Lemmy Rock bar Skúli craftbar
Petersen svítan Prikið Ölstofa Kormáks og Skjaldar
Ellý Mál og Menning Radar
Veður Iðnó 22 

 

                                  

Ábendingar

Ef þú ert með ábendingar í tengslum við verkefnið, geturðu sent þær á netfangið oryggi@reykjavik.is