Öruggir skemmtistaðir í Reykjavík
Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.
Aðilar að samkomulaginu
Þann 22. ágúst 2024 var undirritað nýtt samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði en verkefnið hófst árið 2016. Aðilar að samkomulaginu eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök reykvískra skemmtistaða.
Markmið verkefnisins
Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík, fyrir alla gesti og starfsfólk. Með því er stefnt á að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, en ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ekki liðið, þar með talið kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist til dæmis á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.
Skemmtistaðir í verkefninu
| American bar | Auto | Dillon |
| Bravó | Den Danske Kro | Pablo discobar |
| Enski barinn | Gamla bíó | Gaukurinn |
| Gullhamrar | Hax | Röntgen |
| Irishman pub | Íslenski barinn | Jungle |
| Kaffibarinn | Kaldi bar | Kiki |
| Lebowski bar | Lemmy Rock bar | Skúli craftbar |
| Petersen svítan | Prikið | Ölstofa Kormáks og Skjaldar |
| Ellý | Mál og Menning | Radar |
| Veður | Iðnó | 22 |
Ábendingar
Ef þú ert með ábendingar í tengslum við verkefnið, geturðu sent þær á netfangið oryggi@reykjavik.is