Námsstyrkur Ellýjar Katrínar

Markmiðið með námsstyrk Ellýjar Katrínar er að hvetja til framhaldsnáms í umhverfis- og loftslagsmálum og efla þannig þekkingu á málefninu til framtíðar. Styrkurinn er veittur til að vinna meistaraverkefni.
Til að hljóta styrk þarf viðkomandi að stunda framhaldsnám á háskólastigi er varðar umhverfis- og/eða loftslagsmál.
Markmið
Markmið styrksins er að styðja við og hvetja til framhaldsnáms í umhverfis- og/eða loftslagsmálum og efla þannig þekkingu á málefninu til framtíðar.
Upplýsingar
- Veita skal styrkinn nemum sem sérhæfa sig í námi er varðar umhverfis- og/eða loftslagsmál.
- Styrkurinn er veittur til að vinna meistararitgerð eða meistaraverkefni.
- Umsóknarfrestur: 30. apríl 2025
- Styrkupphæðir: 500 þúsund krónur að hámarki.
- Í forgangi til styrkúthlutunar eru verkefni sem varða Reykjavíkurborg eða sveitarfélög almennt.
- Úthlutun verður tilkynnt á fæðingardegi Ellýjar þann 15. september.
- Spurningar um sjóðinn má senda á Margréti Láru Baldursdóttur.
Um Ellý Katrínu
Ellý Katrín Guðmundsdóttir lögfræðingur starfaði hjá Reykjavíkurborg í tæp 20 ár, fyrst sem sviðsstjóri Umhverfisstofu, svo sem sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs og loks sem borgarritari.
Ellý Katrín var frumkvöðull á sviði umhverfis- og loftslagsmála hjá borginni. Hún leiddi samþættingu samgöngu- og umhverfismála og sinnti alþjóðastarfi borga í loftslagsmálum og leiddi í því samhengi verkefni sem opnuðu nýjar víddir fyrir borgina í umhverfismálum. Í kjölfarið setti Reykjavíkurborg fram sín fyrstu markmið til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þá voru fjölmörg verkefni er varða sjálfbæra þróun unnin undir forystu Ellýjar sem var samstarfsfólki sínu góð fyrirmynd og innblástur til góðra verka.

Spurt og svarað um Námsstyrk Ellýjar Katrínar
Öll þau sem stunda framhaldsnám á háskólastigi er varðar umhverfis- og/eða loftlagsmál. Styrkurinn er veittur til að vinnslu á meistararitgerðar eða meistaraverkefni. Athugið að vinnsla ritgerðar má vera hafin þegar sótt er um, en ekki lokið.
- Sótt er um styrk á mínum síðum Reykjavíkurborgar.
- Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2025.
Öll útgjöld sem tengjast verkefninu beint, t.d. skólagjöld eða kostnað við framkvæmd rannsóknar.
Umsækjandi sækir um ákveðna upphæð, að hámarki 500 þúsund krónur.
Að jafnaði skal veita einn styrk en styrknefnd er þó heimilt að skipta styrkfé í tvennt ef hún telur sérstakt tilefni til.