Námsmarkmið - Baritónhorn

Nám á barítónhorn getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á hljóðfærið. Algengast er að námið hefjist við 8 til 9 ára aldur. Þegar um svo unga nemendur er að ræða er æskilegt að skólinn eigi hljóðfæri til afnota fyrir nemendur í kennslustundum enda gæti þeim reynst erfitt að ferðast með hljóðfæri af þessari stærð.

1. þrep

Tónsvið: a – c”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 60, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar
(Veljið tvö atriði af fjórum)
 
Bb-dúr, C-dúr, a-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c´ – g´ (valfrjálst)

Verk og æfingar

Tónverk Love Me Tender, bls. 30 í Trompetleikur 1, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Viltu með mér vaka, bls. 36 í Trompetleikur 1,
Á Sprengisandi, bls. 36 í Trompetleikur 1,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 8 taktar
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Trompetleikur 1 eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
  • Trompetten och jag 1
  • Kul med trompet 1
  • Midt i blinken 1
  • Blåsbus 1
  • Spill 1

2. þrep

Tónsvið: g – e”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 80, tónstigar leiknir í fjórðapartsnótum
Tónstigar
 
Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, a-moll, d-moll, krómatík
(tegund á moll er valfrjáls)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c´ – g´, c´ – c´´

Verk og æfingar

Tónverk Mars úr hnotubrotnum Trompetleikur 1,
Guttavísur Trompetleikur 2, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing VIII, bls 38 Trompetleikur 1,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 12 takta blús, 1x laglína (t.d. frumsamin), 1x sóló
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 12 – 16 taktar, tónsvið meira en fimmund
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 12 taktar
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Trompetleikur 1-2 eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
  • Trompetten och jag 1-2
  • Kul med trompet 1-2
  • Midt i blinken 1-2
  • Blåsbus 1-2
  • Spill 1-2
  • Supplementary Studies eftir R M. Endersen

3. þrep

Tónsvið: g – f”

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund
Hraði M.M = 50, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar
 
Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, D-dúr, a-moll, d-moll, h-moll, g-moll, krómatík
(mollar eru laghæfir)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c’ – c”, c’ – e”

Verk og æfingar

Tónverk Tumi fer á fætur Trompetleikur 2,
Maístjarnan Trompetleikur, 
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 5 úr Supplementary Studies e. Endresen,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Trompetleikur 2 eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
  • Trompetten och jag 2
  • Kul med trompet 2
  • Midt i blinken 2
  • Blåsbus 2
  • Spill 2
  • Supplementary Studies eftir R M. Endersen
  • Elementary Studies eftir Clarke

4. þrep

Tónsvið: g – g”

Grunnstig 

Tónstigar

Tónsvið Ein áttund eða tvær, innan tónsviðs
Hraði M.M = 60, tónstigar leiknir í áttundapartsnótum
Tónstigar
 
Bb-dúr, C-dúr, G-dúr, D-dúr, F-dúr, a-moll, d-moll, h-moll, g-moll, e-moll, krómatík
(mollar eru laghæfir)
Þríhljómar Í öllum ofangreindum tóntegundum
Krómatík c’ – e”, bes – f”

Verk og æfingar

Tónverk Ungversk Rapsódía, American Patrol,
James Hook sonata 1 (1 eða 2 kafli),
(eða sambærilegt verk)
Æfing Æfing nr. 7-11 úr 40 Progressive Studies e. Hering,
( eða önnur sambærileg æfing)
Val
  1. Spinna frá gefnu upphafi, hljómferli eða lagi
    Viðmið: 16 taktar
  2. Leika frumsamið verk eða eigin útsetningu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
  3. Leika stutt alþýðulag eða þjóðlag eftir eyranu
    Lengd skal vera um 16 taktar, tónsvið um áttund.
Lestur af blaði Spila eftir nótum lag sem þú hefur ekki séð áður 
   
Námsefni
  • Trompetleikur 2 eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
  • Trompetten och jag 2-3
  • Midt i blinken 2-3
  • Blåsbus 3
  • Trumpet Fancies
  • 40 Progressive Studies eftir Sigmund Hering
  • Supplementary Studies eftir R. M. Endersen