Stafræn fræðsla

Stafræn fræðsla

Boðið verður upp á fjölbreytta fræðslu og vinnustofur milli kl. 10:50-12:00, sem fara allar fram á sama tíma í gegnum netið. Starfsfólk skráir sig í gegnum fræðslukerfið Torgið.  

Tenglar á stafræna fræðslu eru hér fyrir neðan

 

-Leiðbeiningar um innskráningu á Torgið eru neðst á síðunni. 
-Leiðbeiningar um það hvernig ég tengist TEAMS?

 

 

Fræðsluflokkar

Félagsfærni og sjálfsefling

 

Titill

Lýsing

Vellíðunarvika í Hlíðaskóla

Kynning á undirbúningi, framkvæmd og skipulagi Vellíðunarvikunnar. Vikan fellur undir þróunarverkefni skólans í Farsældar- og mannkostamenntun þar sem allir bekkir taka fullan þátt.

Góð samskipti og samvinna nemenda skipta máli

Erindið verður táknmálstúlkað. Kynning á verkfærum sem Fellaskóli nýtir til að efla samskiptafærni og tilfinningastjórn nemenda.

Félagsfærnifjör: Kennsluhandbók fyrir fagfólk

Kynning á kennsluhandbókinni Félagsfærnifjör. Tilgangur hennar er að styðja við einstaklinga til að byggja upp góða félagsfærni til að þeir geti átt í góðum samskiptum við aðra, byggt upp og haldið í vináttu og haft stjórn á tilfinningum sínum. Fræðslan miðar að því hvernig er hægt að nýta kennsluhandbókina markvisst í starfi með börnum. 

Allt milli hinsegin og jarðar-starf með hinsegin ungmennum

Fjallað verður um starf með hinsegin ungmennum í víðum skilningi og hvernig við getum stutt við þau í leik og starfi.

Áhættuhegðun ungmenna í Reykjavík-Flotinn og verkefnastjóri forvarna

Fræðsla um helstu áskoranir og verkfæri varðandi unglinga í vanda í Reykjavík og hvaða hlutverk Flotinn sem er miðlægt vettvangsstarf frístundamiðstöðvanna í Reykavík hefur. 

Eplahópar - hópastarf 

Eplahópar er hópastarf sem hefur það að markmiði að tengja nemendur saman og styrkja stöðu nemenda sem þess þurfa. 

Nám í tómstunda- og félagsmálafræði: Nýmæli, rannsóknir, ljós og skuggar!

Í þessari fræðslu segja kennarar og nemendur frá rannsóknum og lokaverkefnum meistaranema, nýrri viðbótardiplómu um eflingu félags- og tilfinningahæfni og varpa ljósi á hve ólíkt nám í tómstunda- og félagsmálafræði er öðru háskólanámi. 

Læsi

Titill

Lýsing

Íslenska sem annað tungumál - í mörg horn að líta

Kynning á starfi og kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í Háteigsskóla.

Þetta reddast!

Kynning á námsefninu Þetta reddast! sem er hugsað fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað mál á öllum stigum grunnskólans.

Vertu góð málfyrirmynd

Fræðsla fyrir stuðningsfulltrúa og skólaliða um mikilvægi þess að vera góðar málfyrirmyndir og hvernig er best að láta börn lesa. 

Málþroskaröskun á mið- og unglingastigi

Fræðsla um málþroskaröskun DLD fyrir kennara á mið- og unglingastigi.

Millimenningarfræðsla - Úkraína og Pólland

Kynning á starfi brúarsmiða Miðju máls og læsis og námskeiðinu Brú milli landa sem er millimenningarfræðsla. 

Lesum saman -  (EN)

Connecting Our Community Through Reading. 
Presentation of the Educational project Lesum saman, aimed at creating connections within Icelandic society.

Hrynþjálfun hæglæsra barna

Getur hrynþjálfun bætt lestrarhraða hæglæsra barna? Kynning á uppbyggingu og fyrirkomulag, rýnt í fræðin og hvatning til þátttöku. Áhorfendur eru beðnir um að hafa lítinn bolta við hendina hafi þeir áhuga á að vera með.

Sköpun

Titill

Lýsing

Mixið - þróunarverkefni um færanlegar sköpunar- og tæknismiðjur, skapandi og fjölbreytt skil

Kynning á þróunarverkefninu Mixinu sem starfrækt hefur verið í sex grunnskólum skólaárið 2023-2024. 

Taktur og texti

Kynning á námsefni þar sem unnið er með tölvutónlist, takt, texta og framburð.

Náttúra og listgreinar - samþætting

Samþættingaverkefni náttúrufræði og myndlistar þar sem unnið er með jurtir í nærumhverfi á skapandi og vísindalegan hátt. 

AI as a powerful tool for self-discovering through fun and learning (EN)

Lecture and workshop (in English) on how to combine learning English along with other subjects with AI technology and to understand pros and cons using AI in safe way.

Heilbrigði

Titill

Lýsing

Heilsueflandi grunnskóli - nýir gátlistar

Fjallað verður um ramma fyrir Heilsueflandi grunnskóla, nýja gátlista, stuðningsefni og heilsueflandi.is

Vellíðan fyrir öll í Heilsueflandi leikskóla

Farið verður yfir grunnatriði markvissrar heilsueflingar í leikskóla og hvernig nota má tæki og tól frá embætti landlæknis til að halda utan um og draga fram allt það mikilvæga starf sem þegar er unnið í leikskólum borgarinnar. 

Hjóla, tjalda, sigla, skíða…ef í skólanum þér á vel að líða

Kynning á verkefnunum Skíðað á skólatíma og Hjólað á skólatíma. Einnig verður farið yfir þau tækifæri og áskoranir sem felast í flutningi Miðstöðvar útivistar og útináms yfir á Menningar- og íþróttasvið.

Matur í leikskólum - Góð ráð og mögulegar hindranir

Dr. Ellen Alma Tryggvadóttir næringarfræðingur ræðir um þá fæðu sem er ráðlögð fyrir leikskólabörn og grunninn að baki þeim. Einnig verður rætt um góð ráð við gerð matseðla og áskoranir tengdar fæðuofnæmi/óþoli.

Barnið sem virkur þátttakandi

Titill

Lýsing

Rjúpnahæðaleiðin

Kynning á sjálfræðisstefnu leikskólans Rjúpnahæð og kennsluaðferð í lýðræði, þar sem þátttaka og sjónarmið barnanna skiptir öllu máli og hvernig þau hafa áhrif á veru sína í leikskólanum.

Lýðræði í skólastofunni - Nemendur móta bekkjarnámskrá

Kynning á aðferð Ártúnsskóla til að gera nemendur virka þátttakendur í námi sínu með því að gefa þeim veigamikið hlutverk í mótun bekkjarnámskrár. Sagt verður frá kostum og áskorununum aðferðarinnar, hverskonar formúla er notuð, ásamt upplifun kennara, nemenda og foreldra.

Leikur, nám og gleði

Kynning á samstarfsverkefni fjögurra leikskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir áherslur verkefnisins. Sérstaklega verður fjallað um sjálfsprottin leik barna, þátttöku fullorðinna í leik barna og ólíka nálgun milli leikskóla.

Barnasáttmáli í leikskóla

Kynning á samstarfverkefni Háskóla Íslands, Unicef og fimm leikskóla í borginni sem vinna að réttindum barna í leikskólastarfi byggt á Barnasáttmalanum og dagskipulagi leikskólans.
Í kjölfarið gefst tækifæri til að fara í hópa og ræða þátttöku barna í leikskólastarfi.

 

Fagmennska og samstarf

 

Titill

Lýsing

Heyrnarskert í skólanum

Kynning um samstarfsverkefni Hlíðaskóla með Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem hefur það markmið að gera breytingar í átt að betri námsaðstæðum heyrnarskertra nemenda. Fjallað verður um hindranir og lausnir og hvaða ráðgjöf skólafólk geti sótt fyrir heyrnarskerta nemendur.

Svo tala þau bara ensku...

Ath! Búið að loka fyrir skráningu í Torginu. Vinnustofa sem fjallar um tækifæri og áskoranir í tengslum við málumhverfi barna, ungmenna og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi.

Inngilding og fullgildi í skóla- og frístundastarfi

Farið yfir hvað hugtökin inngilding og fullgildi fela í sér; dæmi um inngildandi skóla- og frístundastarf. 

Innra mat og gæði kennslustunda í Borgaskóla

Kynning á gátlistum leiðsagnarnáms: hvernig nýta má jafningjarýni og endurgjöf í innra mati.

Gæði kennslu í grunnskóla

Fjallað um ýmsar hliðar á gæðum kennslu, einkenni og leiðir til að efla hana og þátttakendur æfa sig í að ræða og þekkja ákveðna þætti í kennslustarfinu.

Lærdómssamfélag Náttúrutorgsins

Kynning á Náttúrutorginu sem er starfssamfélag náttúrufræðikennara og lærdómssamfélaginu í kringum það.

Valdeflandi nám: Listin að nota leiðsagnarnám til að ná árangri með unglingum 

Ugla er samþætting náms í Víkurskóla og á við elsta stig grunnskóla. Þar er kafað í ýmis samfélagsmálefni, náttúrufræði og lært á tæknina í gegnum bæði íslensku og ensku með aðferðum leiðsagnarnám að leiðarljósi. Nemendur koma með stutt innlegg þar sem þau segja frá sinni reynslu af uglum og hvernig leiðsagnarnám snýr að þeim.

Krefjandi hegðun barna: samstarf milli kennara og stuðningsfulltrúa

Almenn fræðsla um krefjandi hegðun barna; hvað er til ráða, hvernig hlutverk stuðningsfulltrúa fléttast þar inn og mikilvægi þess að auka samstarf og samráð milli kennara og stuðningsfulltrúa.

Hvernig innleiðum við Menntatæknilausnir í grunnskólastarfi á næstu árum?

Í þessu erindi verður farið yfir landslagið í menntatækni, hvaða lausnir er verið að nota og hvaða ólíku nálgunum er beitt við hönnun og þróun menntatæknilausna. 

Hugsandi kennslurými í stærðfræði

Ferðalag stærðfræðiteymis Víkurskóla við innleiðingu hugsandi kennslurýmis í stærðfræði (e. Thinking classroom in mathematics)

Nurture

Nurture lítur til þess að mæta félagslegum, tilfinningalegum og andlegum þörfum nemenda, starfsfólks og fjölskyldna til að skapa öruggi í náms- og starfsumhverfi þar sem öll geta þrifist.

Torgið

Torgið er fræðslukerfi Reykjavíkurborgar þar sem allt starfsfólks borgarinnar getur sótt fræðslu.

Þú skráir þig inn á Torgið með Reykjavíkurnetfangi þínu og lykilorði. 

Ef þú manst ekki lykilorðið skaltu hafa samband við næsta yfirmann.