Dagskrá í borgarhlutum

 

Dagskrá í borgarhlutum

Á MenntaStefnumótinu 2024 verða fjölbreyttir og spennandi viðburðir skipulagðir með starfsfólki í leikskólum,  grunnskólum, félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og skólahljómsveitum í öllum borgarhlutum frá kl. 13:00. 

Á þessum viðburðum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttum verkefnum og eiga samtal um framtíð menntunar í Reykjavík.

Dagskrá í Vestur: Vesturbær, Miðborg og Hlíðar

Fyrir hádegi mun starfsfólk skóla- og frístundastarfs í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum fylgjast með dagskrá MenntaStefnumótsins á sinni starfsstöð.

Eftir hádegi, dagskrá frá kl. 13.00

Hverfasmiðjur fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundar í Hagaskóla og Melaskóla. Þar verður boðið upp á margs konar fræðslu og málstofur sem starfsfólk getur valið sér. Sjá dagskrá sem útbúin var í sameiningu þvert á starfsstaði. 

Allir geta skráð sig á tvö erindi eða málstofur til að taka þátt í.  Frestur til að skrá sig á staðdagskrá var til loka dags föstudagsins 10.maí. Allir ættu að hafa fengið yfirlit yfir staðsetningu erindanna. 

Fólk er hvatt til að sameinist í bíla eða koma á staðinn með umhverfisvænum hætti, gangandi, hjólandi - jafnvel syngjandi. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Yfirmenn eldhúsa í grunnskólum borgarinnar funda frá kl. 13.00 - 15.00 í Rimaskóla.

Íþrotta- og sundkennarar í Reykjavík: Vinnusmiðja í  safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 13.00 - 15.00.

Dagskrá í Norður: Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir

Fyrir hádegi mun starfsfólk skóla- og frístundastarfs í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum fylgjast með dagskrá MenntaStefnumótsins á sinni starfsstöð.

Eftir hádegi, dagskrá frá kl. 13.00 

Starfsfólk grunnskóla: Dagskrá í Laugalækjarskóla og Langholtsskóla frá kl. 13.00 - 15.00. Boðið verður upp á fræðslu og málstofur frá skólunum í hverfinu þar sem kynnt verða spennandi og fjölbreytt verkefni. Málstofunum er skipt í tvo hluta þar sem starfsfólk getur valið sér erindi við sitt hæfi. Skráning á málstofur.

Að dagskrá lokinni verður hamingjustund milli 15.00 - 16.00 í Ölveri Glæsibæ þar sem verður létt samvera og spjall. 

Starfsfólk leikskóla: Dagskrá í Vogaskóla þar sem starfsfólk kynnir fjölbreytt verkefni.

Starfsfólk frístundastarfs Kringlumýrar: Dagskrá fer fram í Tónabæ og Álftabæ frá kl. 13.00 - 16.00

 

Yfirmenn eldhúsa í grunnskólum borgarinnar funda frá kl. 13.00 - 15.00 í Rimaskóla.

Íþrotta- og sundkennarar í Reykjavík: Vinnusmiðja í  safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 13.00 - 15.00.

Dagskrá í Austur: Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Árbær, Norðlingaholt og Kjalarnes

Fyrir hádegi mun starfsfólk skóla- og frístundastarfs í Austur fylgjast með dagskrá MenntaStefnumótsins á sinni starfsstöð.

Eftir hádegi, dagskrá frá kl. 13.00

Faghópar grunnskóla hittast og stilla saman strengi. Kennarahópar koma undirbúnir, tilbúnir að segja frá einhverju sem þau eru stolt af og vilja miðla. Boðið verður upp á gos og konfekt.  

  • Kennarar í 1. – 4. bekk hittast í Engjaskóla 
  • Kennarar í 5. – 7. bekk hittast í Dalskóla 
  • Kennarar í 8. – 10. bekk hittast í Árbæjarskóla 
  • Stuðningsfulltrúar fylgja kennurum á sínu stigi
  • List og verkgreinakennarar hittast í Víkurskóla
  • Ísat kennarar hittast í Ingunnarskóla
  • Sérkennarar og þroskaþjálfar hittast í Norðlingaskóla
  • Starfsfólk á bókasöfnum hittist í Selásskóla
  • Námsráðgjafar hittast í Sæmundarskóla
  • Ritarar og skrifstofustjórar hittast í Ártúnsskóla
  • Skólaliðar og umsjónarmenn hittast í Foldaskóla
    Leikur að læra: Kristín Einarsdóttir og Jón Karlsson

Starfsfólk leikskóla: Hér má finna dagskrá fyrir starfsfólk leikskóla

Starfsfólk í frístundastarfi: Dagskrá í Hlöðunni.

 

Yfirmenn eldhúsa í grunnskólum borgarinnar funda frá kl. 13.00 - 15.00 í Rimaskóla.

Íþrotta- og sundkennarar í Reykjavík: Vinnusmiðja í  safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 13.00 - 15.00.

Dagskrá í Suður: Breiðholt

Fyrir hádegi mun starfsfólk skóla- og frístundastarfs í Suður fylgjast með dagskrá MenntaStefnumótsins á sinni starfsstöð.

Stjórnendahópur frístundaheimila og félagsmiðstöðva hittist í Hólmaseli fyrir hádegi.

Eftir hádegi, dagskrá frá kl. 13.00

Starfsfólk grunnskóla: Dagskrá í Seljaskóla frá kl. 13.00 - 15.00. Þar munu faghópar hittast og kynna verkefni sem unnin hafa verið í vetur og tengjast Menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Starfsfólk leikskóla: Dagskrá í Ölduselsskóla frá kl. 13.00 - 16.00, sjá dagskrá.

Starfsfólk í frístundastarfi: Dagskrá  í ÍR heimilinu frá kl. 13.00 - 16.00.

 

Yfirmenn eldhúsa í grunnskólum borgarinnar funda frá kl. 13.00 - 15.00 í Rimaskóla.

Íþrotta- og sundkennarar í Reykjavík: Vinnusmiðja í  safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 13.00 - 15.00.

Hverfaskipting í Reykjavík

Á vef borgarvefsjár getur þú skoðað hvaða hverfi þú tilheyrir. 

  1. Smelltu á efsta kassann til vinstri (þekjuleit)
  2. Veldu Borgarskipting 
  3. Hakaðu í Hverfaskipting miðstöðva