Mánagarður

Sjálfstætt starfandi leikskóli

Eggertsgata 30–34
101 Reykjavík

""

Um Mánagarð

Leikskólinn Mánagarður er sjö deilda leikskóli í Ásgarðahverfinu. Háskólanám er ekki skilyrði fyrir leikskóladvöl og því geta öll sótt um vistun.

Leikskólastjóri er Soffía Emelía Bragadóttir.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Mánagarðs er: Kristín Ósk Guðjónsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​