Mæðragarðurinn

Útivistarsvæði

Mæðragarðurinn
101 Reykjavík

Mæðragarðurinn á kafi í snjó.

Um Mæðragarðinn

Mæðragarðurinn stendur við Lækjargötu, móts við Vonarstræti við hliðina á gamla Barnaskólanum en það húsnæði tilheyrir nú Kvennaskólanum í Reykjavík. Nafn garðsins vísar til styttunnar Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem Reykjavík keypti árið 1928 og prýðir garðinn.

Grunnupplýsingar

Aldur: 1925.

Samgöngur:

  • Bílastæði við Bókhlöðustíg, Fríkirkjuveg, Laufásveg, og Lækjargötu. Gjaldskylda virka daga kl. 10:00 - 18:00 og laugardaga kl.10:00 - 16:00.
  • Strætóleiðir: 1-3-6-11-12-13-14. Stöðvar: Lækjartorg – MR - Fríkirkjuvegur.

Þar er að finna: Garðyrkja - Bekkir – Listaverk - Salerni.

Saga

  • Framkvæmdir við almenningsgarð á óræktuðum bletti norðan Barnaskólans við Lækjargötu hófust 1925 en þar var vatnsból til forna sem tilheyrði hjáleigunni Skálholtskoti.
  • Árið 1928 var styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson keypt af Listvinafélagi Reykjavíkur en styttan hafði verið til sýnis í París nokkrum árum fyrr.
  • Ekki hafa varðveist heimildir um hönnun og ræktunarsögu í garðinum en hann var lengi vel vinsælt leiksvæði barna og vel sóttur af almenningi.
  • Garðurinn var endurskipulagður árið 1961.
  • Söluturninn á Lækjartorgi stóð í Mæðragarðinum milli 1989 og 2011.

Heimildir

  • Bragi Bergsson. 2012. Almenningsgarðar á Íslandi. Ritgerð til MA-prófs. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið.
  • Guðjón Friðriksson. 1991-1994. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940.