Spurt og svarað um lóðarleigusamninga
Hér finnur þú algengar spurningar og svör um lóðarleigusamninga.
Listi spurninga
Hvað skal gera ef einn af þinglýstum eigendum kemst ekki að skrifa undir samninginn, t.d. er erlendis?
Lóðarhafar geta gefið öðrum umboð til að skrifa undir fyrir sína hönd. Umboðið þarf að koma með á pappír. (viðhengi)
Hvenær á að sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi?
Lóðarleigusamningur er ekki endurnýjaður fyrr en eldri lóðarleigusamningur rennur út, eða a.m.k. 2 mánuðum fyrir.
Ég sótti um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir löngu síðan en honum hefur enn ekki verið þinglýst. Hvað skal gera?
Líklega vantar enn undirskriftir lóðarhafa á samninginn. Hafa skal samband við þjónustuver til að fá upplýsingar um stöðu á samningi.
Hverjir eiga að skrifa undir lóðarleigusamninginn?
Allir þinglýstir eigendur fasteigna á viðkomandi lóð þurfa að skrifa undir lóðarleigusamninginn. Ef kaupsamningi hefur verið þinglýst þurfa bæði kaupandi og seljandi að skrifa undir samninginn.
Hvað kostar að endurnýja lóðarleigusamning?
Það kostar ekki neitt að endurnýja lóðarleigusamning. Hins vegar þarf lóðarhafi að greiða fyrir þinglýsingu hjá sýslumanni sem fer eftir gjaldskrá embættisins hverju sinni.