Kynjafræðsla fyrir leikskólastig
Hér má finna verkfærakistu sem inniheldur efni sem gott er að nota við undirbúning og kennslu í kynjafræði á leikskólastigi.
Ofursterkar prinsessur / Ofur mjúkar hetjur
Litabækur með prinsessum og ofurhetjum sem afbyggja staðalmyndir. Höfundur er sænska listakonan Linnea Johanson.
Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Trans
UNICEF
Í þrautabók UNICEF geta börn leyst ýmsar þrautir um leið og þau læra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Litabók UNICEF er á tíu tungumálum og fjallar um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að prenta bókina út.
Ýmsar bækur sem geta hentað vel
Eftirfarandi bækur getur verið gott að eiga og lesa með börnunum til að auka skilning þeirra á jafnrétti, mannréttindum og lýðræði.
Ég þori, ég get, ég vil! Skemmtileg og fallega myndskreytt bók eftir Lindu Ólafsdóttur um Kvennafrídaginn 1975.
Bækur um Sigurfljóð sem hjálpar öllum, eftir Sigrúnu Eldjárn: Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir
- Áfram Sigurfljóð
- Sigurfljóð í grænum hvelli Sigurfljóð hjálpar öllum
Frábærlega framúrskarandi konur sem breyttu heiminum segir frá undraverðum konum sem unnu óviðjafnanleg afrek. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir
Hugdjörf hetja fjallar um prins sem er uppfullur af gamaldags hugmyndum um kynin sem passa ekki í nútíma heim. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk
Íslandsdætur er bók um sögu rúmlega fjörutíu framúrskarandi kvenna sem spanna tímann allt frá upphafi byggðar á Íslandi til dagsins í dag. Efni: Jafnrétti - Kvennasaga - Fyrirmyndir - Kynhlutverk
Sipp, Sippsippanipp, Sippsippanippsippsúrumsipp - systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! fjallar um ungar prinsessur á framabraut. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir
Vigdís : Bókin um fyrsta konuforsetann kynnir nýja kynslóð fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir
Þegar Rósa var Ragnar / Þegar Friðrik var Fríða er bók sem ætlað er að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar.
Verkefni
Byggjum betri heim er verkefnahefti sem skátahreyfingin tók saman og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin er hægt að aðlaga að öllum aldurshópum.
Er ég strákur eða stelpa? er námsefni fyrir elstu leikskólabörnin til að skoða kynjahlutverk og staðalímyndir. Með efninu fylgja spurningum til barnanna eftir lestur.
Verkefnið Söguskjóður er unnið í sex og átta vikna lotum með það að markmiði að efla tengsl foreldra við skólann.
Heimamenning er verkefni þar sem börnin fá karton með sér heim og vinna með foreldrum að veggspjaldi um hvað þau vilja sýna að heiman.
Heimamál– tungumálavikur. Heimamál er það tungumál sem barn talar á heimili sínu. Í tungumálavikum eru heimamál barna og kennara tekin fyrir í leikskólanum.
Myndbönd og vefsíður
Verkefnakista jafnréttisnefndar er vefsíða með verkfærum fyrir jafnréttis og kynjafræðslu sem er skipt eftir skólastigum.
Í myndbandinu 'Betra að segja en þegja' ræðir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, við áhorfendur um ofbeldi, mismunandi birtingarmyndir þess og mikilvægi þess að segja frá.