Kynfræðsla - unglingastig - myndbönd og vefsíður

Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynfræðslu á unglingastigi.

 

 

Keep it real online

Keep it real online er fræðsluvefur sem fjallar um samskipti á netinu. Hér er hlekkur á vefinn ásamt hlekkjum á tvö góð myndbönd sem fjalla á skýran hátt um það sem kallað er á ensku 'online grooming' og klám áhorf.

""

Fræðsluvefir

Ástráður - heimasíða læknanema inniheldur ýmiskonar fræðsluefni sem hentar best nemendum í 10. bekk og eldri.

Heilsuvera er fræðsluvefur um kynheilbrigði svo sem kynþroska, kynhneigð, getnaðarvarnir, barneignir, kynlífsraskanir, kynsjúkdóma, sjálfsfróun, heilbrigð sambönd og fleira.

Áttavitinn er vefur með ýmiskonar fróðleik undir liðnum heilsa og kynlíf m.a. sjálfsfróun, að sofa hjá, að koma út úr skápnum ofl. Velja þarf efni sem hæfir þeim aldri sem unnið er með hverju sinni.

Youmo er frábær sænsk vefsíða um allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði og unglingsárunum. Þessi síða er á nokkrum tungumálum og þarna má finna glærur, myndbönd, greinar og fl. 

Sjúk ást er vefur Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum. Fjallað er um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, kynlíf og klám, jafnrétti og birtingarmyndir ofbeldis.

Kynfræðsluvefurinn er góður og aðgengilegur vefur fyrir miðstig og unglingastig.
 

 

 

Myndin af mér

Leikin mynd í þremur þáttum sem hentar vel fyrir nemendur í 7. – 10. bekkMyndin fjallar um stafrænt kynferðisofbeldi og byggir á sannri sögu tveggja unglinga. Mjög góð mynd til að hefja umræður um samskipti á internetinu. Á síðunni má finna kennsluleiðbeiningar með myndinni.

""

Fræðslumyndbönd

Alls kyns um kynferðismál er stutt, teiknuð fræðslumynd sem nýtist vel sem kveikja að umræðum.

Big Mouth eru teiknimyndaþættir um kynfræðslu fyrir miðstig og unglingastig á Netflix. Þættirnir eru svolítið ögrandi en hafa notið mikilla vinsælda hjá ungmennum, sniðugt að horfa á þátt sem fræðari hefur valið fyrirfram og hafa umræðuhópa á eftir þar sem rætt er um innihald þáttarins og skipst á skoðunum.

Fáðu JÁ er stuttmynd sem fjallar um vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Myndin er ætluð nemendum á unglingastigi og í henni koma fram skýr mörk á milli kynlífs og ofbeldis.

Forfallakennarinn eru fræðslumyndbönd með kynfræðsluefninu 'Kynlíf'  þar sem fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði. 

Hinn kynjaði heili - í þessum fyrirlestri ræðir prófessor Gina Rippon um áhrif umhverfis og uppeldis á þróun heilans og svarar ýmsum mýtum um karlaheila og kvennaheila. Dr. Gina Rippon er prófessor taugavísindum við Aston Brain Centre við Aston University í Birmingham. Hún gaf nýverið út bókina 'Gendered Brain: The New Neuroscience that Shatters the Myth of the Female Brain'.

Sex education eru mjög góðir og fræðandi leiknir þættir á Netflix fyrir ungt fólk þar sem tekin eru fyrir ýmiskonar kynfræðslumálefni. Henta fyrir unglingastig (bannaðir inn á 16 í BNA en ættu að vera í lagi fyrir 15 ára hér með leyfi foreldra)

Heartstopper er þáttasería á Netflix sem fjallar um vinskap, ástir, tilfinningar og samskipti 15 -16 ára vina. Aðalsöguhetjan er 15 ára samkynhneigður strákur. Serían er falleg og fókusar fyrst og fremst á tilfinningar og samskipti. Aldurstakmark er 12 ár.

Talað um kynlíf er fræðsluefni og myndbönd til að auðvelda fólki að taka spjallið um kynlíf við ungt fólk.

Útlitsdýrkun og líkamsvirðing er stutt myndband á ensku um útlitsdýrkun og áhrif þess á líkamsvirðingu.

 

 

Reward foundation

Reward foundation er stofnun sem skoðar vísindin á bak við kynlíf og ástarsambönd. Á síðunni má finna myndbandið: Internet porn is free, but kids are paying the price, sem fjallar um áhrif klámáhorfs á börn.

""

Porn Sex vs Real Sex: The Differences Explained With Food

Hér er myndband sem fjallar um muninn á klámi og kynlífi. Sniðugt er að nota myndbandið sem kveikju að frekara samtali fyrir nemendur í 10. bekk.

 

Myndbönd frá RFSU

Hér eru stutt teiknuð myndbönd á ensku gefin út af sænsku kynfræðslusamtökunum RFSU

Blæðingar - Hér er fjallað um blæðingar og tíðarvörur

Þungunarrof - Hér er fjallað um þungunarrof

Fræðsla um fæðingu -  Hér er fjallað um fæðingu barns á skýran hátt

Getnaðarvarnir - Þetta myndband fjallar um nokkrar tegundir getnaðarvarna

Kynsjúkdómar - Hér er fjallað á skýran hátt um kynsjúkdóma

Kynþroskinn og píkan - Hér er fjallað um þær breytingar sem verða á kynfærum á kynþroskanum. 

Kynþroskinn og typpið - Hér er fjallað um þær breytingar sem verða á kynfærum á kynþroskanum.

Losti - Hér er fjallað á skýran hátt um losta og kynferðislega ánægju

Meðganga - Hér er fjallað á skýran hátt um meðgöngu.

Sársauki í kynlífi - Hér er fjallað um hvað getur valdið sársauka í kynlífi, mikilvægi þess að fá samþykki og hvenær er þarft að leita sér hjálpar.