Kynfræðsla - unglingastig - bækur og kennsluefni

Hér er verkfærakista sem inniheldur bækur, kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir, litabækur, myndasögur og verkefni sem hægt er að notast við í kynfræðslu á unglingastigi.

 

 

Örugg saman

Námsefni frá Landlæknisembættinu sem fjallar um ofbeldi í nánum samböndum og muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samskiptum og samböndum. Efnið er skólunum ókeypis og hægt að nálgast hjá Landlæknisembættinu. 

""

Snípurinn

Hér má finna mjög gott kennsluefni um snípinn

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Kennsluhugmyndir

Að greina lagatexta - kennsluhugmynd fyrir 9. og 10. bekk þar sem farið er í greiningu á skilaboðum í lagatextum. 

Hlutgerving kvenna - í auglýsingum má oft sjá kvenlíkömum stillt upp sem dauðum hlutum eða kynlífsleikföngum. Hér er kennsluhugmynd um hlutgervingu kvenna. 

Kynferðisofbeldi gegn körlum - kennsluhugmynd um kynferðisleg áreitni og ofbeldi gegn körlum sem ítrekað er stillt upp sem gríni þegar um er að ræða alvarlegt og ólöglegt athæfi.

Stalking for love - í bíómyndum má gjarnan sjá skökk skilaboð um ástina. Hér er kennsluhugmynd og myndbandsbrot um viðfangsefnið

The male gaze - hér er kennsluhugmynd þar sem rýnt er í 'The male gaze' (karl að stara á konu) í bíómyndum. 

 

Kynhyrningurinn og kynjakakan

Hér eru verkfæri til að kenna börnum um muninn á kynvitund, kyntjáningu og hverjum fólk laðast að. Athugið að fólk getur verið hvar sem er á örinni/rófinu. Við getum laðast næstum alveg að körlum en svolítið að konum líka eða kynsegin fólki o.s.frv. Þetta er ekki alltaf klippt og skorið og alls ekki ástæða að stimpla allt sem annaðhvort eða. Það er fullkomlega í lagi að vera allskonar!

Um notkun smokks og töfrateppis

Hér má finna kennsluefni um notkun smokks en hann er eina getnaðarvörnin sem veitir einnig vörn gegn kynsjúkdómum. 

Tímarit um kynlíf

Hér eru tímarit sem eru hluti af kynfræðsluefninu "Kynlíf" og fjalla um margt sem tengist kynlífi. Tímaritin eru tvö og er annað aðallega sniðið að stelpum og hitt að strákum. 

Bækur

Fávitar eftir aktívistann Sólborgu Guðmundsdóttur. Átakið gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi hófst á Instagram og er nú komið í bókarform. Efni: Jafnrétti – Feminismi – Aktívismi – Kynferðisofbeldi

Kvár: hvað er að vera kynsegin? eftir Elísabetu Rún Þorsteinsdóttur. Bókin fjallar um hvað það er að vera kynsegin, „að skilgreina sig utan kynjakerfisins; að upplifa sig hvorki karlkyns né kvenkyns, hvort tveggja í senn eða eitthvað allt annað.