Kynjafræðsla yngsta stig - myndbönd og vefsíður

Teikning af Fjólu að fylla út umsókn með foreldrum sínum

Hér má finna myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir, tölvuleikir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á yngsta stigi grunnskóla. 

Vefsíður

Verkfærakista jafnréttisnefndar er vefsíða með verkfærum fyrir jafnréttis- og kynjafræðslu sem er skipt eftir skólastigum.  Efni: Jafnrétti - Kynjafræði

Á vefsíðunni Frístundalæsi er hægt að finna margvíslegt efni til að efla mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum.

Á vef Miðju máls og læsis má finna skýrslur um ýmis þróunar- og samstarfsverkefni skóla og frístundastarfs í hverfum borgarinnar. Í þeim er hægt að sækja hugmyndir að nýjum verkefnum og skoða þau sem þegar hafa verið unnin. 

Leikur og nám með LEGO er leiðsagnarvefur um legóþjarka og vélræna högun fyrir kennara og nemendur á yngsta stigi og miðstigi. Efni: Íslenska sem annað mál - Læsi - Jafnrétti - Samvinna - Sköpun.

 

Leikir á netinu

Hér má nálgast ókeypis leiki á netinu sem báðir fjalla um réttindi bara og ákvæði Barnasáttmálans sem UNICEF gefur út.

Sá fyrri er tölvuleikurinn Right Runner sem er á ensku en seinni leikurinn er spurningaleikur á íslensku á vefsíðu Kahoot.

 

fdgd

Staðalmyndir og kynjuð störf

Örstutt myndband sem sýnir hversu staðlaðar hugmyndir barna geta verið um atvinnulífið. Góð kveikja að umræðum og frekari verkefnavinnu um staðalmyndir.

Efni: Jafnrétti - Staðalmyndir - Kynhlutverk - Félagsfærni - Sjálfsefling

Heimsmarkmið 5

Þáttur gefinn út af RÚV um heimsmarkið 5 sem fjallar um jafnrétti kynjanna.

Efni: Jafnrétti - Kynjahlutverk

Hvað finnst börnum?

Stutt en áhrifaríkt myndband um viðbrögð barna við kynbundnum launamun.

Efni: Jafnrétti - Samskipti - Samvinna - Sjálfsmynd - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Betra að segja en þegja

Myndbandið fjallar um netofbeldi og mikilvægi þess að segja frá því. Í myndbandinu ræðir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, við áhorfendur um ofbeldi og mismunandi birtingarmyndir þess. Hann segir einnig frá UNICEF og helstu verkefnum þess og að öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi bæði samkvæmt Barnasáttmálanum og samkvæmt íslenskum lögum. Myndbandið er um 10 mínútur.

Börn stíga fram - réttindi barna UNICEF

Myndband þar sem börn stíga fram og fjalla um réttindi barna. Hægt er að nota myndbandið sem kveikju í kennslu um Barnasáttmálann. Myndbandið er bæði á íslensku og ensku. Enski hluti myndbandsins er ekki textaður. Efni: Barnasáttmálinn, Jafnrétti, Lýðræði, Mannréttindi, Félagsfærni, Sjálfsefling.