Styrkur til nauðsynlegra tannlækninga

Íbúar sem hafa fengið greidda fjárhagsaðstoð í 12 mánuði samfleytt eiga rétt á styrk vegna greiðslu á nauðsynlegum tannlækningum. Styrkurinn getur verið að hámarki 80.000 kr. á ári.

Á ég rétt á styrkinum?

Ef þú hefur fengið greidda fjárhagsaðstoð í 12 mánuði samfleytt og ert að kaupa nauðsynlega tannlæknaþjónustu af tannlækni sem starfar á Íslandi átt þú rétt á styrk til tannlækninga.

Hvernig sæki ég um styrkinn?

Þú sækir um styrk til nauðsynlegra tannlækninga á Mínum síðum

Einnig er hægt að fylla út umsókn á PDF-formi og senda á VELumsokn@reykjavik.is eða skila á þjónustumiðstöð í þínu hverfi.

Hvað gerist næst?

Eftir að umsókn um styrk til nauðsynlegra tannlækninga berst er athugað hvort þú uppfyllir skilyrði reglna um fjárhagsaðstoð. Umsókn er samþykkt eða synjað.

Ef umsókn er samþykkt getur þú keypt þér þjónustu frá tannlækni og sent reikninginn á VELumsokn@reykjavik.is. Styrkurinn getur aldrei verið hærri en 80.000 kr. á ári. Ef kostnaður við tannlækningar er hærri en hámarksupphæð styrksins þarft þú að greiða mismuninn. 

Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.

Hve lengi gildir styrkurinn?

Styrkur til nauðsynlegra tannlækninga gildir í 3 mánuði eftir að hann var samþykktur. Það þýðir að þú þarft að sækja þér þjónustu tannlæknis og skila inn reikningi innan þriggja mánaða frá samþykki umsóknar. Reikningi skal skila á netfangið VELumsokn@reykjavik.is.

Þú getur óskað eftir því að tannlæknirinn sendi reikninginn beint á netfangið.