Tökum þátt og tínum rusl | Reykjavíkurborg

Tökum þátt og tínum rusl

Reykjavíkurborg hefur umsjón með hreinsun borgarinnar en þátttaka borgarbúa í verkefninu er feikilega mikilvæg.

  • Í sameiginlegu átaki getum við bætt ásýnd borgarinnar okkar og aukið ánægju innlendra og erlendra gesta sem sækja Reykjavík heim.

  • Evrópsk hreinsunarvika stendur yfir dagana 24.-27. apríl. Við hvetjum ykkur ágætu borgarbúar til að taka þátt í vikunni, sem lýkur með almennri þátttöku á laugardeginum.

  • Ekki missa af þessu góða tækifæri til að til að fegra borgina okkar.

 

Íbúar skrá sig hér

Lögð er áhersla á opin leiksvæði í borgarlandinu.
Hægt er að fá ruslapoka á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Ruslapokar verða svo hirtir af leiksvæðum af starfsmönnum hverfastöðva borgarinnar við Jafnasel, eða Njarðargötu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Fyrirtæki skrá sig hér

Rekstraraðilar eru hvattir sérstaklega til að fegra nærumhverfi sitt.
Ruslapokar standa til boða á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á Njarðargötu, við Jafnasel og Stórhöfða á laugardeginum eða dagana á undan.
Öll skráð fyrirtæki fá almennt viðurkenningarskjal frá borgarstjóra fyrir þátttöku í verkefninu.
Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman.

Skráðir íbúar

Katla Stefánsdóttir

Grænahlíð
X

Gunnar Hersveinn

Vesturgata 46
Komum saman og hreinsum Nýlendugarð og nágrenni og leikum okkur.

Guðný María Höskuldsdóttir

Ljósavík 21-25
Gerum leiksvæðið á milli Gautavíkur og Ljósavíkur snyrtilegra!

Ólöf Þórhallsd

Ólafsgeisli 75
Taka rusl á leiksvæðinu og í nágrenninu, margt smátt gerir eitt stórt!

Jóna Guðný

Ólafsgeisli 75
Fallegra umhverfi fyrir okkur öll

Skráð fyrirtæki

Frístundamiðstöðin Tjörnin

Samstað um hreint umhverfi

Eldflaugin

Gerum lóðina okkar fína :)

Korpúlfar samtök aldraða

Korpúlfar koma saman á föstudeginum 27. apríl kl: 10:00

Korpúlfar, samtök aldraða í Grafarvogi

Korpúlfar, samtök aldraða í Grafarvogi komum öll sem geta í BORGIR á föstudeginum 27. apríl kl. 10:00 , og plokkum á gönguleiðunum okkar. Að loknu verki verður grillað í BORGUM að hætti Korpúlfa.

The Tin Can Factory / Dósaverksmiðjan

Flokkum ruslið sem við týnum og glærir pokar eru góðir fyrir þau sem sækja :)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 15 =