Hlaðan

við Gufunesbæ

Hlaðan

Hlaðan er fjölnota salur sem hentar vel fyrir fundi, námskeið, litlar ráðstefnur, starfsdaga, smiðjuvinnu, tónleika og aðra menningartengda dagskrá. 

Um Hlöðuna

 

Borgin nýtir Hlöðuna á fjölbreyttan ásamt því að leigja rýmið út til einstaklinga og fyrirtækja til viðburðahalds. 

 

Sérstaða Hlöðunnar felst meðal annars í því hversu vel aðstaðan nýtist samhliða útivistartengdri dagskrá í frístundagarðinum allt um kring.

 

Góð aðstaða og aðgengi að Hlöðnni gerir hana að fyrirtaks viðburðarstað sem og notalegt andrúmsloft í sveitinni í Reykjavík skapar góða umgjörð fyrir öll. 

Hlaðan við Gufunesbæ.

Aðstaðan

  • Hlaðan tekur 90 manns í sæti og erum við með borðbúnað á staðnum.
  • Gott aðgengi er um neðri hæð, pall og bílastæði.
  • Móttökueldhús er á efri hæð Hlöðunnar með kæliskáp, helluborði, bakaraofni og kaffikönnum. Athugið að annar kæliskápur með frystihólfi er staðsettur í geymslu við Hlöðuna.
  • Við erum með skjávarpa, hljóðkerfi, þráðlausa hljóðnema og flettitöflu í salnum.
  • Á efri hæð er fundaraðstaða fyrir 12-16 manns með fundarborði, setustofu og sjónvarpi sem hægt er að tengja við tölvu.

Leiga

Þá daga sem Hlaðan er ekki nýtt fyrir starfsemi Brúarinnar og aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar geta einstaklingar og fyrirtæki leigt aðstöðuna.

 

Hlaðan er ekki leigð út án starfsmanns utan skrifstofutíma. Verðið er 7.500 kr. á klukkustund fyrir hvern starfsmann.

 

Minnst er greitt fyrir 4 klukkustundir. Starfsmannakostnaður leggst ofan á leiguverð í verðskrá.

Teikning af sparibauk.

Gjaldskrá leigu

Einstaklingar

Dagar Tími Verð
Mán.-fös. kl. 08:00-12:00 20.000 kr.
Mán.-fös. kl. 12:00-16:00 20.000 kr.
Mán.-fös. kl. 08:00-16:00 35.000 kr.
Mán.-fim. kl. 16:00-22:00 40.000 kr.
Fös.-lau. kl. 16:00-24:00 80.000 kr.
Lau.-sun. kl. 08:00-16:00 50.000 kr.
Sun. kl. 16:00-24:00 50.000 kr.

Fyrirtæki

Dagar Tími Verð
Mán.-fös. kl. 08:00-12:00 25.000 kr.
Mán.-fös. kl. 12:00-16:00 25.000 kr.
Mán.-fös. kl. 08:00-16:00 45.000 kr.
Mán.-fim. kl. 16:00-22:00 60.000 kr.
Fös.-lau. kl. 16:00-24:00 100.000 kr.
Lau.-sun. kl. 08:00-16:00 60.000 kr.
Sun. kl. 16:00-24:00 60.000 kr.

Reykjavíkurborg

Dagar Tími Verð
Mán.-fös. kl. 08:00-12:00 15.000 kr.
Mán.-fös. kl. 12:00-16:00 15.000 kr.
Mán.-fös. kl. 08:00-16:00 30.000 kr.
Mán.-fim. kl. 16:00-22:00 35.000 kr.
Fös.-lau. kl. 16:00-24:00 50.000 kr.
Lau.-sun. kl. 08:00-16:00 40.000 kr.
Sun. kl. 16:00-24:00 40.000 kr.

Handbók Hlöðunnar - verklagsreglur og leiðbeiningar

Um Hlöðuna

Hlaðan er fjölnota salur við gamla Gufunesbæinn á vegum Reykjavíkurborgar. Hlaðan hefur í gegn um tíðina nýst vel fyrir ýmiss konar viðburði, til dæmis starfsdaga, fundi, litlar ráðstefnur, menningarviðburði og ýmiskonar veislur. 

Við Hlöðuna er stór, sólríkur pallur með hlöðnu kolagrilli sem upplagt er að nýta á góðviðrisdögum. Frístundagarðurinn við Gufunesbæ er í nánasta umhverfi Hlöðunnar en þar er að finna ýmiskonar afþreyingu svo sem frisbígolfvöll, strandblaksvelli, petanque-velli, rathlaupabraut, ærslabelg, hjólabretttasvæði og fjölskyldusvæði þar sem eru ýmis leiktæki fyrir yngri kynslóðina. Í næsta nágrenni Hlöðunnar eru einnig stórar grasflatir sem hægt er að nýta í alls kyns leiki og hópefli.

Hlaðan rúmar 90 manns við borð. Á efri hæð er fundarborð, setustofa með sjónvarpi sem hægt er að tengja tölvu við og eldhúsaðstaða. Fimm salerni eru í Hlöðunni, þar af er eitt með aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Aðgengi er fyrir fólk í hjólastól inn í Hlöðuna um hurð á norðurhlið hússins, um neðri hæð og út á pall. Fyrir utan Hlöðuna eru tvö bílastæði fyrir fólk í hjólastól.

Athygli er vakin á að Hlaðan er ekki leigð út fyrir partý eða fram yfir miðnætti. Utan skrifstofutíma er salurinn aðeins leigður út með starfsmönnum á vegum Hlöðunnar. Sérstaklega er greitt fyrir starfsmenn samkvæmt verðskrá. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hve þörf er á mörgum starfsmönnum.

Hvað er til staðar?

Salur:

  • Hljóðkerfi
    • Hægt er að tengja flestar tölvur og snjalltæki við hljóðkerfið með aux/mini jack-snúru eða Bluetooth-móttakara sem eru á staðnum. Í Hlöðunni er líka breytistykki fyrir mini jack í Lightning-tengingu (fyrir eldri gerðir af iPhone og iPad)
    • Mixer i hljóðbúri býður upp tengingu við jack, XLR og RCA snúrur
    • Framlenging með XLR tengjum er á staðnum
    • Fremst í salnum eru tvö XLR-tengi og eitt RCA-tengi
  • Skjávarpi
    • HDMI-tengingar fyrir skjávarpa eru í hljóðbúri og við skjávarpatjald
    • Glærustjóri sem tengist tölvu með USB-kubb er á staðnum
  • Tússtafla á hjólum, hentar líka fyrir flettitöflupappír
  • Púlt
  • Hljóðnemar, tveir þráðlausir.
  • 20 borð með málin 80*160 cm
  • 2 borð með málin 80*180 cm
  • 2 borð með hækkanlega fætur með málin 60*120 cm
  • 2 háir barnastólar

Eldhús:

  • Heimilisofn og helluborð
    • Hentar til að hita upp veitingar, en tækin ráða ekki við að elda fyrir stóra hópa eða hita upp mikið magn matar
  • Ísskápur
    • Aukaísskápur með frysti er staðsettur í geymslu við hliðina á Hlöðunni ef þarf
  • 2 stórar (20 bolla) kaffivélar og 6 hitakönnur með pumpu
  • Leirtau fyrir 90 manns
    • Diskar, glös, hnífapör, kaffibollar, kökudiskar, léttvínsglös, freyðivínsglös
    • Allur helsti borðbúnaður

Hlutverk leigutaka á leigutíma

  • Að minnsta kosti einn ábyrgðaraðili á vegum leigutaka skal vera til staðar á meðan viðburði stendur. Ábyrgðaraðili mætir á undan gestum og er á staðnum þar til allir gestir eru farnir úr húsi og frágangi lokið. Ábyrgðaraðili sér til þess að öllum skyldum leigutaka sé sinnt og er tengiliður starfsmanna.
  • Leigutaki sér um að raða upp borðum og stólum fyrir viðburð og skreyta salinn. Ekki er í boði að skreyta með confetti þar sem það litar gólf, innréttingar og húsbúnað. Ekki er hægt að komast fyrr inn í salinn nema sérstaklega sé um það samið.
  • Almennur frágangur er á ábyrgð leigutaka.

Frágangur leigutaka

  • Taka inn allt það sem hefur verið farið með á útisvæði.
  • Henda rusli á palli og útisvæði hafi það verið notað.
  • Þrífa grill á palli hafi það verið notað.
  • Raða stólum á þar til gerðar grindur.
  • Þurrka af borðum með rakri tusku.
  • Raða borðum á þar til gerða vagna eins og kemst. Rest af borðum má skilja eftir á miðju gólfi í sal.
  • Fjarlægja allan búnað, óskilamuni, afgang af mat, skreytingar og annað sem leigutaki eða aðrir á hans vegum hafa komið með í Hlöðuna. Gæta skal þess að ekki verði eftir leifar af límbandi, kennaratyggjói, böndum eða öðru sem kann að hafa verið nýtt til að festa upp skreytingar eða plaköt.
  • Flokka og henda öllu rusli í viðeigandi flokkunarílát.

Ef Hlaðan er leigð án starfsfólks bætist eftirfarandi við:

  • Skilja við allan búnað Hlöðunnar á sínum stað
  • Ganga vel frá diskóbúri:
    • Draga skjávarpatjald alla leið upp
    • Slökkva á myndvarpa á rofa á vegg
    • Öll tæki í upprunalegum stillingum
    • Slökkva á fjöltengi undir borði
    • Slökkva á tölvu
    • Gæta að því að allar snúrur og fylgihlutir með myndvarpa séu í merktum kassa sem á að liggja á borði
    • Snúrur, míkrafónar og aðrir hlutir fari á viðeigandi staði
  • Vaska upp allt leirtau sem hefur verið notað (sjá leiðbeiningar fyrir uppþvottavél á vegg í eldhúsi).
  • Ganga frá þurru og hreinu leirtaui á sína staði.
  • Þrífa og tæma uppþvottavél samkvæmt leiðbeiningum.
  • Kaffikönnur skulu vera hreinar, skola innan úr könnunum og rörum á stút í pumpukönnu og skilja eftir opnar svo lofti um.
  • Þurrka af borðflötum í eldhúsi, vask og blöndunartækjum.
  • Skilja óhreinar tuskur og viskastykki eftir í ræstikompu, hengt upp á snaga svo það þorni.
  • Gæta þess að dregið sé fyrir glugga, ofnar stilltir á 2-3, öll ljós séu slökkt, gluggi á efri hæð lokaður og allar hurðir læstar áður en húsnæði er yfirgefið.

Skilja þarf við salinn tilbúinn til ræstingar.

Ef þrif og frágangur er ekki í samræmi við kröfur getur það lent á leigutaka að borga aukalega fyrir frágang.

Tilkynna skal til hladansalur@reykjavik.is ef tjón verður á útbúnaði í Hlöðunni.

Hlutverk starfsfólks á viðburði

Hlaðan er ekki leigð út utan skrifstofutíma án starfsmanns. Fjöldi starfsfólks sem þarf á viðburð er metinn í hverju tilfelli fyrir sig með tilliti til áætlaðs gestafjölda og umfangi viðburðar. Vakin er athygli á að kostnaður vegna starfsmanna er ekki innifalinn í leiguverði fyrir Hlöðuna.

Hlutverk starfsfólks í Hlöðunni er eftirfarandi:

  • Starfsmaður er til staðar í Hlöðunni allan tímann meðan á viðburði stendur.
  • Starfsmaður er leigutaka innan handar varðandi þjónustu:
    • Aðstoðar við að taka af borðum á meðan á viðburði stendur. Ekki er ætlast til að starfsmaður þjóni til borðs eða beri fram drykki.
    • Hellir upp á kaffi.
    • Hitar upp veitingar.
    • Aðstoðar við að fylla á hlaðborð og drykkjarborð.
    • Sér um uppvask og frágang leirtaus.
  • Heldur húsnæði snyrtilegu á meðan viðburði stendur, t.d. tæmir rusl, þurrkar upp ef sullast niður og fyllir á pappír á salernum.
  • Hefur umsjón með húsnæði, tækjum og öðrum búnaði.
  • Leiðbeinir með hljóð- og myndkerfi.
  • Aðstoðar leigutaka við frágang ef tími gefst.
  • Sér til þess að leigutaki skili af sér sal í samræmi við verklagsreglur.
  • Er ábyrgur fyrir því að allur búnaður sem tilheyrir Hlöðunni sé á sínum stað þegar Hlaðan er yfirgefin.
  • Starfsmaður er ábyrgur fyrir lokafrágangi, svo sem að gæta þess að gluggar séu lokaðir, hurðar læstar og þjófavarnarkerfi sé virkt.

Kaffivélar

  • Setja tóma könnu með pumpu á kaffivélina. Kaffikönnur eru geymdar ofan á eldhúsbekk og á neðstu hæð í skáp við hliðina á ísskáp.
  • Setja 2 lítra af vatni í kaffivélina í hólf ofan á vélinni. Blá vatnskanna með mælieiningum er geymd við hliðina á annarri kaffivélinni.
  • Einn kaffipoki settur í hólf fyrir kaffi, gæta þarf að því að pokinn liggi alls staðar að málminum svo ekki sé hætta á að hann leggist niður þegar hann blotnar og korgur fari í kaffið. Kaffipokar eru geymdir í skál á hillu í eldhúsinu.
  • Tvö rúmlega full mál af kaffi sett í kaffipokann. Hvítt mál er geymt við hliðina á kaffikönnu.
  • Kveikja á kaffivél. Fljótlega fer kaffi að leka í könnuna. Þegar kaffi er hætt að leka í könnuna er óhætt að taka hana undan vélinni.
  • Leigutaki skal koma bæði með kaffi/te og mjólk með sér á viðburð nema sérstaklega sé samið um annað fyrir viðburð.

Uppþvottavél

Kveikja

  • Opna vélina og sjá til þess að sigtið sé fast í botninum. Sé það laust skal festa það með því að ýta tappanum (á sigtinu) niður og snúa réttsælis þar til hann festist.
  • Hafa vélina lokaða og halda inni START-takka í nokkrar sekúndur þar til vélin fer að fylla sig af vatni.
  • Þegar vélin hefur lokið við að fylla sig og stöðugt, grænt ljós logar á start-takka er hægt að byrja að þvo. Bakkar undir leirtau eru hægra megin við vaskinn.
  • Áður en vélin er sett af stað í fyrsta þvott þarf að velja þvottakerfi. Ýtið á takkann með þríhyrningnum þar til ljós logar við litla mynd af 2 diskum. Ef það kerfi er nú þegar valið má setja hana strax af stað.

     

  • Athugið að það þarf að skola allar matarleifar af leirtaui áður en það fer í vélina.
  • Til að setja vél af stað er ýtt á START-takkann. Þvotturinn tekur u.þ.b. 4 mínútur og er lokið þegar ljósið á START-takkanum verður aftur grænt og er þá óhætt að opna vélina og taka bakkann með leirtauinu út.
  • Skipta þarf um vatn ef það er orðið gruggugt. Þá skal fylgja leiðbeiningum um hvernig skal tæma vélina og endurtaka síðan skrefin til að fylla hana.

Slökkva/tæma

  • Hafa vélina lokaða.
  • Ýta á hnappin með þríhyrningnum þar til þvottakerfið “c2” kemur upp á skjánum.
  • Ýta á start-takkann og opna strax vélina og losa tappann með því að snúa honum rangsælis. Að því loknu er vélinni lokað aftur þar til kerfið hefur klárast.
  • Þegar uppþvottavélin hefur lokið við að tæma sig slekkur hún sjálfkrafa á sér.

Hljóðnemar

  • Hljóðnemar eru geymdir í skáp undir borðinu í hljóðbúri.
  • Kveikt á fjöltengi undir borði.
  • Kveikt á hljóðnemanum með takka á sjálfum hljóðnemanum.
    • Ef rafhlaðan er búin eru nýjar í merktu boxi í efstu skúffunni undir borði og notaðar rafhlöður fara í merkt box.
  • Hækkað með sleðum á hljóðmixer á rásum merktum laus mic og master (lengst til hægri).

 

 

Skjávarpi

Að tengja skjávarpa við tölvu í sal

  • Í hljóðbúri er kassi með snúrum, fjarstýringu, breytistykkjum og fleiru sem gæti þurft þegar verið er að tengjast skjávarpa.
  • Byrjað er á að tengja tölvu við HDMI-tengi í vegg við skjávarpatjald.
  • Kveikja á rofa á vegg hægra megin í hljóðbúri (rofi merktur SKJÁVARPI).
  • Hringlaga rofi er fyrir ofan skjávarparofann. Það þarf að snúa honum og halda til að setja tjaldið niður.
  • Kveikt á skjávarpanum með on takka á fjarstýringu, hún er geymd í kassanum með snúrunum.
  • Skjávarpinn finnur sjálfur þá tölvu sem er tengd. Ef það virkar ekki gæti þurft að ýta á „Source search“ takka á fjarstýringu.
  • Hljóðkerfið er tengt við skjávarpann. Sleði á mixer merktur “HDMI” stýrir hljóðinu – en það hefur líka áhrif hve hátt hljóðið er stillt í sjálfri tölvunni. Sjá kafla fyrir hljóðkerfi fyrir meiri upplýsingar.Til að nota glærustjóra (geymdur í sama kassa og snúrur og fjarstýring) þarf að opna rafhlöðuhólfið á glærustjóranum og stinga USB-kubb sem er geymdur þar í samband við tölvuna.
  • Að notkun lokinni skal ganga frá því sem notað var:
    • Slökkva á skjávarpa á rofa í diskóbúri.
    • Draga skjávarpatjald upp.
    • Hafa alla sleða á mixer í neðstu stöðu.
    • Slökkva á fjöltengi fyrir hljóðkerfi.
    • Muna að fjarlægja usb-kubb fyrir glærustjóra úr tölvu.
    • Setja allar snúrur og fylgihluti á sinn stað í kassanum.

Hljóðkerfi

Að kveikja á hljóðkerfi:

  • Passaðu að allir sleðarnir á mixernum séu í neðstu stöðu. Mixer er græjan ofan á borðinu í hljóðbúrinu
  • Kveiktu á fjöltenginu, það er undir borðinu inni í hljóðbúri
  • Kveiktu á tveimur efstu mögnurunum, þeir eru í skápnum undir fjöltenginu
  • Núna er kveikt á hljóðkerfinu
  • Til að stýra hljóðinu færirðu sleðana á mixernum upp eða niður
    • Fyrir neðan sleðana er merkt hverju þeir stýra, finndu sleðann sem stýrir tækinu sem þú vilt fá hljóð úr. Til að hækka í hljóðinu er sleðinn færður ofar
    • Hækkaðu í master-sleðanum (lengst til hægri). Master-sleðinn hækkar/lækkar í öllu sem er tengt við hljóðkerfið á sama tíma, ef hann er í 0 kemur ekkert hljóð þó það sé búið að hækka í rásinni sem er verið að nota

Að slökkva á hljóðkerfi:

  • Færðu alla sleðana í neðstu stöðu
  • Slökktu á mögnurunum, þeir eru í skáp undir borði í hljóðbúri
  • Slökktu á fjöltenginu ofan á magnaraskápnum

Kort af svæðinu

Hafa samband