Hlaðan

við Gufunesbæ

Salurinn í Hlöðunni við Gufunesbæ.

Aðstaða

  • Hlaðan tekur 90 manns í sæti og erum við með borðbúnað á staðnum.
  • Gott aðgengi er um neðri hæð, pall og bílastæði.
  • Móttökueldhús er á efri hæð Hlöðunnar með kæliskáp, helluborði, bakaraofni og kaffikönnum. Athugið að annar kæliskápur með frystihólfi er staðsettur í geymslu við Hlöðuna.
  • Við erum með skjávarpa, hljóðkerfi, þráðlausa hljóðnema og flettitöflu í salnum.
  • Á efri hæð er fundaraðstaða fyrir 12-16 manns með fundarborði, setustofu og sjónvarpi sem hægt er að tengja við tölvu.

Hafa samband