Grasagarður Reykjavíkur

Dagar til að njóta!

Verkefni og sýningar

Loftslagslabbið 

Vissir þú að elsta plantan í Grasagarðinum hefur bundið kolefni sem nemur kolefnisbruna meðalfólksbíls í 3 mánuði og 24 daga? 

Loftslagslabbið er sýning/gönguferð um Grasagarðinn þar sem fjallað er um loftslagsmál út frá safngripum garðsins (plöntunum) og búsvæðum og hlutverki þeirra í að minnka loftslagsvána. 

Sýningin er styrkt af Loftslagssjóði og stendur til 30. september 2024. 

Vinnustofur og verkefni fyrir skóla

ABCDE+ vinnustofur og verkefni fyrir skóla um vatn, jarðveg og líffjölbreytileika

Artists and Botanic Gradens: Creating and Developing Educational Innovation (ABCDE+) er tól þar sem námsaðferðir sameina kennslu í náttúrufræði og listum.   

Á síðunni er hægt að skoða vinnusmiðjur og verkefni þar sem þemun eru vatn, líffjölbreytileiki og jarðvegur. Smiðjurnar er afrakstur námskeiða í þremur löndum þar sem leiðbeinendur voru listamenn og vísindamenn frá Íslandi, Litháen og Írlandi. ABCDE+ hlaut styrk frá Erasmus+ og var stýrt Ásthildi Jónsdóttur og skóla- og frístundasviði Reykjavíkur í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur, Laugarnesskóla, Listaháskóla Íslands og grasagarða og skóla í Dublin og Vilníus ásamt INSEA sem eru alþjóðasamtök listgreinakennara.   

Á vefsíðunni má nálgast verkefni smiðjanna á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, írsku og litháísku. 

Lífveruleit fyrir krakka og fjölskyldur þeirra 

Á sumrin stendur gestum Grasagarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins. 

Alls konar lífverur, dýr, plöntur og sveppir hafa valið Laugardalinn sem sín heimkynni. Þá er átt við þær lífverur sem eru þar á eigin vegum, ekki plönturnar sem eru ræktaðar í Grasagarðinum. Þetta eru t.d. þrestirnir í trjánum, ánamaðkarnir í moldinni, hunangsflugurnar sem suða í blómabeðunum, fíflarnir sem vaxa upp úr stéttinni og svo framvegis. Það opnast fyrir manni heill heimur þegar grannt er skoðað. Alls staðar finnur lífið sér pláss. 

Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld í anddyri garðskálans í Grasagarðinum. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni/viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. 

Sjáðu, sáðu og smakkaðu - verkefni um matvæli og líffjölbreytileika fyrir leik- og grunnskóla

Ræktaðu plöntur og lærðu meira um mat og líffjölbreytni í verkefninu „Sjáðu, sáðu og smakkaðu“.

Langar þig og nemendur þína að læra meira um ræktun plantna með verklegum æfingum? Eru líffjölbreytileiki og matvæli úr heimabyggð þér mikilvæg? Ef svo er ættir þú og nemendur þínir að taka þátt í verkefninu „Sjáðu, sáðu og smakkaðu“ á vegum Norræna genabankans (NordGen) í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur. 

Samstarfsaðilarnir í „Sjáðu, sáðu og smakkaðu“ bjóða ykkur velkomin í þetta skemmtilega verkefni þar sem áherslan er mikilvægi varðveislu fjölbreyttra matjurta á Norðurlöndunum. Í verkefninu læra börn hvaðan maturinn kemur, hvernig matur úr plönturíkinu er framleiddur og hversu fjölbreyttar matjurtir er hægt að rækta í okkar heimshluta. Viðfangsefni á borð við matararfleifð, sjálfbærni og sjálfsþurftir í matvælaframleiðslu verða einnig í brennidepli. Verkefnið er ætlað kennurum grunnskóla sem og kennurunum með elstu deildir leikskóla (4-5 ára börn). 

Kennarar fá sendan fræðslupakka sem inniheldur fræ, leiðbeiningar um plönturnar og einnig punkta með umræðuefnum og dæmi um hluti sem hægt er að gera í tengslum við ræktunina. Fræin koma úr sameiginlegum fræbanka Norðurlandanna sem er rekinn af NordGen. 

Hægt er að velja á milla fjögurra fræðslupakka sem eru hannaðir fyrir mismunandi skólastig en einn fræðslupakki er til fyrir leikskólana. Sumir fræðslupakkanna krefjast ræktunar utanhúss á skólalóðinni, t.d. þeir pakkar sem innihalda ræktunarkassa með mold og þarfnast umhirðu allan ræktunartímann en aðrir eru ætlaðir til ræktunar innanhúss og verða jurtirnar tilbúnar til neyslu/niðurstöðuvinnu eftir mánuð af ræktun. Kennurum býðst að velja einn eða fleiri fræðslupakka sem henta þeim og þeirra skóla best. 

Verkefnið felur einnig í sér mögulegar fræðsluheimsóknir þíns hóps í Grasagarð Reykjavíkur þar sem sömu plöntur verða í ræktun og býðst hópum að leysa verkefni tengd fræðslupökkunum og að fræðast nánar um matjurtaræktun og ræktunarskilyrði á Íslandi. 

Verkefnið hefst vorið 2024, um leið og fræðslupakkarnir hafa borist til þátttökuskólanna. Þátttaka er ókeypis en fyrir suma fræðslupakkana munu skólarnir þurfa ákveðin grunnefni fyrir ræktunina. Einn pakki er almennt ætlaður einum bekk/nemendahópi. 

Upplýsingar um NordGen og Norrænu ráðherranefndina 

Norræni genabankinn (NordGen) er stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, opinberan samstarfsvettvang norrænu ríkisstjórnanna. Meginhlutverk NordGen er að varðveita ræktaðar erfðalindir og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. NordGen vinnur einnig að varðveisluáætlunum, skipuleggur ráðstefnur og fundi um málefnið og leiðir og tekur þátt í verkefnum sem snúast um erfðafjölbreytni húsdýra, skóga og ræktaðra plantna. Auk þess heldur NordGen utan um norræna fræbankann sem inniheldur yfir 30.000 sýnishorn fræja. Bankinn er mikilvægur þáttur í því að hægt sé að þróa og viðhalda landbúnaði og matvæla- framleiðslu á tímum loftslagsbreytinga og annarrar umhverfisvár. Þá er NordGen einn umsjónaraðila Alþjóðlega fræbankans á Svalbarða. 

Sjáðu, sáðu og smakkaðu - innihald fræðslupakka fyrir grunnskóla og leikskóla 

1: Hvað er fræ?

Hentar elstu hópum leikskóla (4-5 ára) og yngsta- og miðstigi grunnskóla. 

Plöntutegundir: 

  • Ertur 
  • Hveiti 
  • Hvítkál 
  • Gúrkur 
  • Smári 
  • Blóðberg/timían 

Markmið fræðslupakkans:

  • Að öðlast þekkingu á fræjum og spírun

Umræðugrundvöllur: 

  • Hvernig líta fræ út? Að utan sem innan? 
  • Hvað þarf fræ til að spíra? 
  • Hversu hratt vaxa mismunandi tegundir? 
  • Hvernig líta spírurnar út? 
  • Hvað er á spírunni og rótunum? 
  • Er hægt að borða fræ? 
  • Hvaða fræ borðum við yfirleitt? 

Ræktunarefni: 

  • Spírunarpappír eða álíka efni
  • plokkari
  • vatn
  • spreybrúsi
  • plastpokar

Ræktunaraðferð: 

Innanhúss. Ræktunartími: 1 mánuður. 

Hvað er hægt að gera: 

  • Spírunarkeppni: Hvaða tegundir spíra hraðast? 
  • Hvaða tegundir vaxa hægt? 
  • Tilraunir með mismunandi aðstæður. Raki/þurrkur, myrkur/birta, næring og þess háttar.
  • Skrásetjið með ljósmyndum dag frá degi
  • Teiknið mismunandi tegundir, fyrstu fræin og svo spírurnar
  • Farið í matvöruverslun, kaupið mismunandi æt fræ og smakkið þau. T.d. sólblómafræ, hörfræ, heslihnetur, valhnetur, hveitikorn, baunir, ertur, maís og fleira
  • Fræ eru oft mjög næringarrík. Hvers vegna ætli það sé? 

2: Ræktið eigin grænsprettur/spírur 

Hentar 1.- 6. bekkjum grunnskóla. 

Tegundir í fræðslupakka: 

  • Salat 
  • Spínat 
  • Hvítkál 
  • Ertur 

Markmið fræðslupakkans: 

  • Að öðlast þekkingu á matjurtaræktun og að vekja athygli á hvar og hvernig slík matvæli eru framleidd. 

Umræðugrundvöllur: 

  • Hvaðan kemur grænmetisfæðið okkar? 
  • Hvernig er það fram leitt? 
  • Hvaða grænmeti er ræktað á Norðurlöndunum og við Eystrasaltið? 
  • Hvers vegna er mikilvægt að rækta matvæli á Norðurlöndunum og við Eystrasaltið? 
  • Er grænmeti gott? Hvers vegna? 
  • Hvert er uppáhaldsgrænmetið þitt? 

Ræktunarefni: 

  • Plöntuljós, plöntubakkar eða plastkassar með holum fyrir sáningu
  • Mold
  • Plastdúkur með götum til skýlingar
  • Garðkanna og vatn

Ræktunaraðferð: 

  • Innanhúss. Ræktunartími: 1-2 mánuðir. Hægt að uppskera í skömmtum. 
  • Einnig hægt að rækta utandyra, sá fræjum í ræktunarkassa síðla vors. 

Hvað er hægt að gera: 

  • Hversu lengi eru fræin að spíra? Skrásetjið með ljósmyndum yfir ræktunartímann eða teiknið myndir. 
  • Mælið hæð og umfang plantnanna á meðan á ræktun stendur. 
  • Skoðið, smakkið, finnið lykt og snertið plönturnar við uppskeru. 
  • Hvað er best? Er eitthvað verra en annað? 
  • Takið uppskeru í skömmtum af plöntunum. Vaxa ný lauf eftir fyrstu uppskeruna? 
  • Búið til salat eða setjið á samloku. 

3: Fjórar mismunandi tegundir korns 

Hentar 1.- 6. bekkjum grunnskóla. 

Tegundir í fræðslupakka: 

  • Hveiti 
  • Bygg 
  • Rúgur 
  • Hafrar 

Markmið fræðslupakkans: 

  • Að læra um hinar fjórar tegundir korns sem eru ræktaðar á Norðurlöndunum og við Eystrasaltið, hvers vegna þær séu mikilvægar og hvað þær eru notaðar í. 

Umræðugrundvöllur: 

  • Saga korns. Hvers vegna er það svona mikilvægt? 
  • Í hvað er og var korn notað? Munurinn á ræktun á milli landa. 
  • Hvers vegna fjölbreytileiki er svona mikilvægur í kornræktun. Hvernig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á kornrækt? 
  • Hvers vegna er kornrækt svona mikilvæg fyrir fæðuöryggi? 

Ræktunarefni: 

  • Ræktunarkassar utanhúss
  •  Mold
  • Garðkanna og vatn. 

Ræktunaraðferð: 

  • Hægt að byrja innanhúss eða í gróðurhúsi til útplöntunar með síðla vors. Einnig er hægt að sá beint í ræktunarkassa síðla vors. 
  • Ræktunartími: Vor til hausts. 

Hvað er hægt að gera: 

  • Fara í Grasagarðinn og skoða sömu tegundir í ræktun þar
  • Á uppskerutíma: Hversu mörg fræ verða til hjá hverri plöntu? „Frækeppni“: Hvaða planta eða plöntutegund framleiðir mest eða minnst af fræi? 
  • Malið mjöl úr frækjörnum, bakið jafnvel eitthvað
  • Kaupið ýmsar unnar vörur úr tegundunum. Mismunandi brauð, kex, múslí, hafragraut, óáfengan bjór, pasta, búlgur, kökur og rúnnstykki. Smakkið og ræðið
  • Skrásetjið með ljósmyndum, til dæmis einu sinni í viku. Mælið hæð plantanna.

4: Hvað er fjölbreytileiki hjá plöntum? 

Hentar 4. -10. bekk grunnskóla. 

Tegundir í fræðslupakka: (hver tegund inniheldur 3-5 fræpakka sem safnað er á mismunandi stöðum þannig að litur, lögun, stærð og þess háttar er ólík). 

  • Næpur 
  • Gulrætur 
  • Radísur 

Markmið fræðslupakkans: 

  • Að læra hvers vegna erfðafræðilegur fjölbreytileiki er mikilvægur og til að fá innsýn inn í vinnu Norræna genabankans

Umræðugrundvöllur: 

  • Hvað þýðir hugtakið erfðafræðilegur fjölbreytileiki? 
  • Hvers vegna er það mikilvægt? 
  • Hvaða erfðafræðilegu eiginleikar nytjajurta eru mikilvægir á Norðurlöndunum og við Eystrasaltið? 
  • Hvaða eiginleikar eru „sýnilegir“ og hverjir eru „ósýnilegir“? Sem dæmi má nefna mótstöðu gegn sjúkdómum og skaðvöldum og einnig hluti eins og næringargildi. 
  • Ræðið mismunandi hagnýt dæmi eins og hvar, hvernig og hvort erfðafræðilegur fjölbreytileiki hefur verið mikilvægur í gegnum söguna. Hvað gæti myndi gerast ef það væri enginn erfðafræðilegur fjölbreytileiki og við myndum bara rækta örfáar plöntutegundir/yrki? 

Ræktunarefni: 

  • Forræktun í gróðurhúsi eða innanhúss. Það er líka hægt að sá utandyra í ræktunarkassa síðla vors. Mold, vatnskanna og vatn. 

Ræktunaraðferð: 

  • Útiræktun
  • Ræktunartími: Vor til hausts

Hvað er hægt að gera: 

  • Fara í Grasagarðinn og skoða sömu tegundir í ræktun þar. 
  • Mælið hæð og umfang plantnanna á meðan á ræktun stendur. 
  • Skoðið plönturnar. Berið saman lit, lögun og stærð laufa og róta. Þetta er formfræðilegur munur en hvaða „ósýnilegu eiginleikar“ gætu verið til staðar? 
  • Á uppskerutíma: Smakkið hrátt og eldað og berið saman bragðmismun eftir eldun. Er munur á bragðinu? Ef svo er, hvort er bragðbetra? Er eitthvað verra? 
  • Fyrir yngri þátttakendur: Blindprófið mismunandi tegundir. Smakkið á og giskið á hvað er hvað. Ef þið getið ekki ræktað grænmetið til fulls allan ræktu nartí mann má kaupa grænmetið í búð til bragðprófunar. 

Villtar erfðalindir rækaðra nytjaplantna 

Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna eru tegundir plantna sem eru formæður nytjaplantna eða skyldar tegundir. Ólíkt nytjaplöntunum þá þurfa þessar villtu tegundir að lifa af við ólíkar aðstæður án aðkomu og viðhalds mannanna; þær vaxa því villtar í náttúrunni. Með áframhaldandi loftslagsbreytingum breytast skilyrði landbúnaðar. Til að mæta þessum breytingum mun verða þörf á nýjum eiginleikum hjá ræktuðum nytjaplöntum og þá þarf að vera hægt að leita í erfðafjölbreytni villtra plantna. Kynbótafræðingar dagsins í dag og framtíðarinnar geta leitað til þessara villtu stofna í leit að eiginleikum sem munu nýtast til að rækta fram ný yrki nytjaplantna. 

Á Íslandi er fjölbreytileiki fóðurgrasa og berjategunda einkar mikill og má hér finna ættingja hveitis ásamt vallarfoxgrasi, bláberjum, jarðarberjum og kúmeni.