Græna planið og grænar fjárfestingar

Opinn fundur Reykjavíkurborgar þar sem farið verður yfir græn fjárfestingarverkefni sem miða að því að búa til vistvænni framtíð í borginni.

Staður og stund

Verið velkomin í Ráðhús Reykjavíkur föstudaginn 11. febrúar 2022 kl. 9:00-11:00 eða fylgist með í streymi.

 

Dagskrá

Græna planið - fjárfesting Reykjavíkurborgar og tengdra fyrirtækja í grænni framtíð
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Sjá kynningu

Nýsköpum grænni framtíð 
- Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Sjá kynningu 

Hvernig borg verður Reykjavík árið 2035
- Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte
Sjá kynningu   

Hringrásargarður á Álfsnesi – samstarf og fjárfestingartækifæri tengt Hringrásarhagkerfinu 
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sorpu
Sjá kynningu 

Kaffihlé 5-10 mínútur   

Að sýna ábyrgð – Sjálfbær þróun lífeyrissjóða
- Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu lífeyrissjóðs
Sjá kynningu   

Grænir sprotar á Tæknisetri  
- Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdarstjóri Tækniseturs
Sjá kynningu  

Græn fjárfesting
- Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa
Sjá kynningu 

Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs dregur saman umræður fundarins 

Fundarstjóri: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs

Hvað er Græna planið?

Græna planið dregur saman helstu lykilverkefni og grænar fjárfestingar áratugarins. Þessi framtíðarsýn lýsir borgarsamfélagi sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum og öflugu atvinnulífi sem dafnar án þess að ganga á náttúruauðlindir.

Áherslur

  • Hvaða skref erum við að stíga í átt að kolefnishlutlausri borg?
  • Hvernig stuðlar kraftmikill grænn vöxtur að samkeppnishæfni og frjósömu umhverfi fyrir skapandi hugmyndir?
  • Hvernig tryggjum við að græna umbreytingin byggi á réttlæti, sanngirni og þátttöku íbúa og fyrirtækja?