Gjald fyrir hverja ferð hjá akstursþjónustu aldraðra er 1.575 krónur óháð fjölda ferða.
2. gr.
Gjaldskylda ónýttrar þjónustu:
Greiða skal fyrir pantaðar ferðir þegar forföll hafa ekki verið tilkynnt.
Afpanta skal ferð með sem mestum fyrirvara, að lágmarki með þriggja klst. fyrirvara fyrir fyrirhugaða ferð. Að öðrum kosti telst ferðin með í uppgjöri bæði gagnvart sveitarfélagi og notanda. Mæti notandi ekki á upphafsstað ferðar á tilsettum tíma telst ferðin einnig með í uppgjöri gagnvart sveitarfélagi og notanda.
3. gr.
Gildistaka
Gjaldskrá þessi er sett með stoð í X. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og reglum Reykjavíkurborgar um akstursþjónustu aldraðra.
Gjaldskrá þessi öðlast gildi þann 1. janúar 2024 og fellur þá jafnframt úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis, nr. 1377/2019.