Gjaldskrár frístundaheimila og félagsmiðstöðva

Hér fyrir neðan finnur þú gjaldskrá fyrir vetrarstarf og sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva og gjaldskrá fyrir sumarsmiðjur félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára. 

Vetrarstarf

Þjónusta Mánaðarverð Síðdegishressing Samtals
Vistun 5 daga 16.537 4.773 21.310
Vistun 4 daga 13.474 3.824 17.298
Vistun 3 daga 10.406 2.863 13.269
Vistun 2 daga 7.343 1.930 9.273
Vistun 1 dag 4.264 976 5.240
Lengd viðvera 2.481    

 

Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00-13:40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það sérstaklega. 

Sumarstarf

Lýsing Skýring Verð
Sumarnámskeið 6-9 ára - 5 dagar Kl. 8:30-16:30 14.096
Sumarnámskeið 6-9 ára - 4 dagar Kl. 8:30-16:30 11.345
Sumarnámskeið 6-9 ára - 3 dagar Kl. 8:30-16:30 8.518
Sumarnámskeið 6-9 ára - 2 dagar Kl. 8:30-16:30 5.676
Sumarnámskeið 6-9 ára - 1 dagur Kl. 8:30-16:30 2.843
     

 

*Ekki er hægt að velja um fjölda daga heldur eru þessi verð sett á námskeið sem eru í vikum sem eru með frídögum og í byrjun og lok sumars.

Gjaldskrá fyrir sumarsmiðjur félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára

Þjónusta Verð  
Sumarsmiðjur verð A 830  
Sumarsmiðjur verð B 1.663  
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023

Ef sumarsmiðja stendur yfir í meira en einn dag er verðið margfaldað með fjölda daga.

Innheimt er fyrir smiðjur með einni greiðslu í lok tímabilsins, um miðjan júlí. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi í smiðjur.

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í smiðju þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Tengd skjöl

 

 

Umsókn um undanþágu frá greiðslu dvalargjalds á frístundaheimili/félagsmiðstöð fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu á Íslandi

Foreldrar barna sem flutt hafa til landsins á síðustu tólf mánuðum, eru ekki fædd á Íslandi og eru með annað móðurmál en íslensku geta fengið undanþágu frá greiðslu gjalda, skv. reglum um þjónustu frístundaheimila og reglum um þjónustu félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar. Undanþágan gildir fyrir frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar í þrjá mánuði á starfstíma grunnskóla og fyrir þrjár vikur í sumarstarfi frístundamiðstöðva. Niðurfelling gjalda gildir ekki fyrir börn sem eru með lögheimili erlendis og koma tímabundið til Íslands.