Greiðsluskilmálar fyrir sumarstarf frístundamiðstöðva og sértækra félagsmiðstöðva

Systkinaafsláttur

Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur án umsóknar vegna systkina sem eru með sama lögheimili og lögheimilistengsl í þjóðskrá og eru í sumarfrístund á vegum skóla- og frístundasviðs í sama mánuði. 

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Gjalddagi

Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.