Gjaldskrá byggingarfulltrúa

Útgáfudagur: 26. september 2023

Úttektir

1. gr. Úttektir samkvæmt byggingarreglugerð  Verð kr.
Áfangaúttekt 14.500
Stöðuúttekt 25.400
Lokaúttekt, lítið umfang 29.000
Lokaúttekt, meðal umfang 50.800
Lokaúttekt, mikið umfang 72.500
Úrtaksskoðun vegna áfangaúttekta 14.500
Úttekt byggingarstjóraskipta 29.000
Íbúðaskoðun 29.000

Vottorð

2. gr. Útgáfa vottorða Verð kr.
Fokheldisvottorð 36.300
Vottorð um stöðuúttekt 25.400
Lokaúttektarvottorð 25.400
Stöðuleyfi 23.300

Skoðunargjöld

3. gr. Skoðunargjöld vegna umsóknar og yfirferðar aðaluppdrátta Verð kr.
Lágmarksgjald við móttöku umsóknar 14.500
Hver aðaluppdráttur með umsókn:  
a) Lítið umfang, s.s. minniháttar breytingar á mannvirki og lóð með breytingum á útliti eða fyrirkomulagi, svalaskýli, svalir, kvistir, klæðingar húss o.þ.h. 3.600
b) Meðal umfang, s.s. minni viðbygging eða nýbygging einbýlis, par- og raðhúss og minni fjölbýlishúss ásamt skráningartöflu eða breytingar á fyrirkomulagi 7.300

c) Mikið umfang, s.s. nýbygging stærri mannvirkja, umfangsmeiri breytingar á innra skipulagi atvinnuhúsa eða stærri framkvæmdir sem krefjast einnig skoðunar skipulagsfulltrúa enda falli framkvæmd ekki undir a- eða b-lið

14.500
Endurumsókn útrunnins byggingarleyfis 14.500
Aukagjald fyrir hverja þriðju umfjöllun 14.500

Skoðunargjöld séruppdrátta

4.gr. Skoðunargjöld vegna yfirferðar séruppdrátta Verð kr.
Einbýlis, par- og raðhús og fjölbýlishús allt að 2.000 m3 108.800
Af öðru húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús allt að 2.000 m3 152.300
Af hverjum 1.000 m3 byggingar umfram 2.000 m3.  
a) Einföld bygging, s.s. skemmur, skýli, lager, íþróttahús, gripahús o.þ.h. 21.800
b) Hefðbundinn bygging, s.s. verslun og skrifstofur, fjölbýlishús, hótel o.þ.h. 36.300
c) Sérhæfð bygging s.s. heilsuverndarhús, menningar- eða rannsóknarhús o.þ.h. 50.800
Aðrar minni byggingar, s.s. viðbygging, bílageymsla, anddyri, sólstofa o.fl. 36.300
Umfangslitlar breytingar á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis 58.000
Umfangsmiklar breytingar á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis 116.000
Breytingar á innra skipulagi sérhúss, klæðning húss, svalaskýli, lóð o.fl. 21.800

Skoðunargjöld eignaskiptayfirlýsingar

5. gr. Skoðunargjöld vegna yfirlesturs eignaskiptayfirlýsingar Verð kr.
a) 2-5 eignir 43.500
b) 5-15 eignir 58.000
c) 15-50 eignir 72.500
d) 50 eignir og fleiri 87.000
Aukagjald fyrir hvern þriðja yfirlestur  14.500

 

Skoðunargjöld raflagnauppdrátta

6. gr. Skoðunargjöld vegna yfirferðar raflagnauppdrátta Verð kr.
Íbúðarhúsnæði:  
Einbýlis, par- og raðhús 1x63 A  19.600
Fjölbýlishús með allt að 10 íbúðum:  
Heimtaug 3x 63A, grunngjald 19.600
Á hverja íbúð 1.050
Stærri fjölbýlishús:  
Heimtaug 3x 100-200A, grunngjald 19.600
Á hverja íbúð 2.500
Atvinnuhúsnæði:  
Heimtaug 3 x 63A 29.000
Heimtaug 3 x 100-200A 77.700
Heimtaug 3 x 315A og stærri 129.500

 

7. gr.

Sé hönnun mannvirkis sérstaklega vandasöm og/eða umfangsmikil getur byggingarfulltrúi við meðferð byggingarleyfisumsóknar ákveðið að skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og úttektir á kostnað eiganda vegna framkvæmdar í heild eða að hluta, sbr. ákvæði í gr. 3.3.1 og 3.3.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

8. gr. 

Gjaldskrá þessi sem er sett með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 með síðari breytingum var staðfest í borgarstjórn Reykjavíkur 21. september 2023 og tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1308/2022.