Gítarskóli Íslands

Tónlistarskóli

Síðumúli 29
108 Reykjavík

Ljósmynd af Gítarskóla Íslands

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um nám við Gítarskóla Íslands í gegnum heimasíðu skólans .

""

Um Gítarskóla Íslands

Gítarskóli Íslands hefur starfað frá júni 1993. Kennt er á kassagítar, klassískan og þjóðlagagítar, rafgítar, rafbassa og kontrabassa, auk tónfræðigreina. Hljóðfærakennsla fer fram í einkatímum og tónfræðikennsla í hóptímum og miðast við áhuga og getu hvers og eins nemanda.
Við Gítarskóla Íslands starfa fjölmargir hæfir og vel menntaðir kennarar sem leggja metnað í það að nemendur fái kennslu sem hæfir áhugasviði og getustigi hvers og eins, með góðan árangur og framfarir allra að markmiði.

Boðið er upp á nám samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins. Námsbrautinrar eru  klassísk braut og jazz/rokk braut, ásamt tónfræðigreinum. Í skólanum er einnig boðið upp á námskeið á haustönn í 12 vikur og á vorönn  í 12 vikur. Í júnímánuði hafa einnig verið haldin “crash course” þar sem kenndar eru tvær kennslustundir í viku í alls 4 vikur. Öll námskeiðin eru kennd í einkatímum. Meðfram hljóðfæranáminu er mögulegt að fá tilsögn í lagasmíðum, hljóðupptökum og hljóðvinnslu. Allir eru velkomnir á námskeiðin, byrjendur og lengra komnir, á öllum aldri.

Skólastjóri er Torfi Ólafsson