Heimagisting (hámark 90 dagar á hverju almanaksári).

Einstaklingur sem vill reka heimagistingu, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 1277/2016, þarf að skrá starfsemina hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðunni www.heimagisting.is

Þann 31. maí 2017 voru gerðar lagabreytingar á Alþingi á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Lagabreytingarnar taka gildi frá og með 1. júlí 2017. Ein af þeim lagabreytingum sem tekur gildi frá þeim tíma er að ekki verður krafist starfsleyfis frá heilbrigðisnefndum fyrir 90 daga heimagistingu í flokki I.  

Allur kostnaður umsækjanda vegna útgáfu starfsleyfa og eftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem hefur fallið fyrir 1. júlí 2017 verður ekki endurgreiddur eða reikningar vegna þessa látnir falla niður þar sem lögin eru ekki afturvirk.

Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík hvetur leigusala til að fylgja almennum reglum hvað varðar hreinlæti, umgengni, viðhald, loftræstingu, öryggismál, ónæði og hávaða í því húsnæði sem er leigt út. Einnig er hvatt til árvekni á meðal leigusala vegna veggjalúsar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 14 =