Vantar þig salt eða sand?

Yfirlitsmynd af Reykjavík hulinni snjó.

Eru amma og afi að koma í heimsókn? Eruð þið ekki ekki örugglega búin að moka tröppurnar? Það er gott að tryggja örugga gönguleið upp að dyrum fyrir gesti sem eru á leiðinni með jólapakkana. Reykjavíkurborg býður íbúum borgarinnar upp á salt og sand til hálkuvarna þeim að kostnaðarlausu til að tryggja öryggi í sínu nærumhverfi.

Hægt er að sækja salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvar borgarlandsins við Stórhöfða. Einnig eru kistur með salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli.