Upplýsingar um hreinsun gatna 20. desember

Samgöngur

Vetrarþjónusta

Vinna við hreinsun gatna í Reykjavík gengur samkvæmt áætlun vestan Elliðaáa.

Tafir hafa orðið í nyrðri hluta Grafarvogs og í Úlfarsárdal vegna þess að snjóruðningstæki hafa verið upptekin við að halda strætóleiðum opnum á þessu svæði. Norðanstrengur hefur verið í dag en þegar hann gengur niður verður hægt að einbeita sér að því að ryðja húsagötur í þessum hverfum.

21 tæki eru í notkun í dag á götum borgarinnar. Einnig er verið að salta og sanda stíft í miðborginni. Íbúar geta einnig fengið salt og sand á hverfastöðvum Reykjavíkurborgar á opnunartíma þjónustumiðstöðvar borgarlandsins við Stórhöfða. Einnig eru kistur með salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli.

Upplýst verður aftur um stöðuna í fyrramálið.