Upplýsingar um forsetakjör 2024
Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní 2024. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir frá kl. 9:00 til 22:00.
Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért á kjörskrá þá má fletta því upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár. Uppflettingu á kjörstað eftir lögheimili má finna á reykjavik.is/kosningar.
Kjósendur gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa skilríkjum. Greiðslukort og skilríki með mynd og kennitölu teljast fullgild. Kjósandi sem mætir skilríkjalaus á kjörstað getur leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver hann er.
Kjörstaðir í Reykjavík
Kjörstaðir í Reykjavík eru öllum aðgengilegir. Kjósendur geta óskað eftir vasa með blindraletri utan um kjörseðilinn.
Við forsetakosningarnar 2024 eru 25 kjörstaðir í Reykjavík. Tveir nýir kjörstaðir bætast við í ár, Fossvogsskóli og Vogaskóli. Á vef borgarinnar (reykjavik.is/kosningar) má sjá alla kjörstaði og fletta upp kjörstað eftir lögheimili.
Talning atkvæða fer fram í Laugardalshöll. Talning hefst kl. 22:00 og er öllum opin. Streymt verður frá talningunni á vef Reykjavíkurborgar. Áður en talning hefst verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í Ráðhúsi Reykjavíkur og aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður í Hagaskóla.
Kosning utan kjörfundar á Íslandi
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 hófst föstudaginn 3. maí 2024. Atkvæðisbréfum kjósenda í Reykjavík má koma til skila á Höfðatorg eða í Ráðhús Reykjavíkur.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum á 1. hæð.
Upplýsingar um atkvæðagreiðslu hjá öðrum sýslumannsembættum.
Kosning utan kjörfundar erlendis
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Listi með íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Kjörsókn
Á kjördag eru settar inn tölur um kjörsókn í Reykjavík á klukkutíma fresti.
Allar upplýsingar varðandi kosningar í Reykjavík veitir skrifstofa borgarstjórnar í síma 411 4700 en einnig er hægt að senda erindi á kosningar@reykjavik.is.