Stór skemma fyrir skapandi starf til leigu í Gufunesi

Atvinnumál

Gufunesvegur 25 í sínu náttúrlega umhverfi

Reykjavíkurborg auglýsir til leigu stóra skemmu í Gufunesi fyrir skapandi starfssemi. Skemman sem er rúmir 1.100 fermetrar verður leigð tímabundið meðan svæðið er í skipulags- og uppbyggingarferli. 

Í Gufunesi er verið að efla sköpun í breiðum skilningi, binda saman sköpunarkraft einstaklinga og minni fyrirtækja í borginni, efla fræðslu og þekkingarmyndun fyrir skapandi fólk og ýta undir tengslamyndun í skapandi greinum. Horft verður til þess að starfsemin í húsinu falli að að þessum áherslum Reykjavíkurborgar. Í auglýsingu er tekið fram að við val á rekstraraðila verði nýnæmi hugmyndar, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans ásamt viðskiptahugmynd metin. Tekið er fram að ekki sé verið að leigja eignina sem geymslu. 

Skilafrestur tilboða er til kl. 17.00 þann 17. febrúar 2024.  Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu Gufunes: Stór skemma til leigu fyrir skapandi starf

Auglýsingar fyrir athafnalífið

  • Athafnalíf

    Teikning af rafmagnsbíl fyrir framan blokkir.

    Athafnaborgin Reykjavík býður upp á blómlegt athafnalíf og ef þú ert að leita að tækifærum því tengdu, þá finnur þú hér auglýsingar um byggingarrétt, eignasölu eða leigu, ásamt ýmsum öðrum áhugaverðum verkefnum sem snúa að uppbyggingu í borginni.