Reykjavík við áramót

Loftslagsmál Umhverfi

Áramót

Líkur eru á rólegu veðri um áramót á höfuðborgarsvæðinu og nokkurri svifryksmengun. Ekki hefur dregið úr innflutningi á skoteldum og því er mikilvægt að fara varlega og ganga rétt og vel frá flugeldarusli. 

Það er margt sem huga þarf að á gamlársdag og nýársdag.

Gámar á nýársdag og endurvinnslustöðvar

Eftir áramótin má oft finna flugeldarusl víða um borg. Mikilvægt er að koma þessu rusli á sinn stað áður en það brotnar niður og verður að drullu. Þó svo að flugeldar séu úr pappa, þá er notaður leir í botninn sem gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu. Flugeldarusli á að skila í sérstaka gáma á nýársdag eða á endurvinnslustöðvar SORPU sem opna 2. janúar. Það á ekki að fara í tunnuna. Sama gildir með ósprungna flugelda, þeir eiga að fara í spilliefnagáminn.

„Skiljum ekkert eftir nema gleðina“ auglýsir Landsbjörg og hvetur kaupendur flugelda til að ganga frá eftir sig. Reykjavíkurborg hvetur einnig borgarbúa og gesti á að taka flugeldaleifarnar með sér, ganga frá þeim daginn eftir og fara með til förgunar.

Sérstakir gámar fyrir flugeldarusl á verða hverfastöðvum Reykjavíkurborgar þann 1. janúar kl. 12:00-18:00. Gámar verða staðsettir á:

Svifryksmengun og slys

Á undanförnum árum hafa verið flutt árlega inn um 600 tonn af skoteldum. Flugeldanotkun almennings er mikil á Íslandi og hefur henni því fylgt nokkur slysatíðni og mengun. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir svifryksmengun sem óhjákvæmilega fylgir skotgleðinni. Æskilegast er fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum um miðnættið og loka gluggum. 

Loftgæðamælistöðvar sem mæla svifryk í Reykjavík eru staðsettar við Grensásveg, leikskólann Lund við Klepp, í Laugarnesi og við Vesturbæjarlaug. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á loftgæði.is en mengunin vegna flugelda er bæði varasöm og heilsuspillandi.

Hávaði, börn og dýr

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að sýna sérstaka aðgát á gamlárskvöld og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli.

Hávaði vegna flugelda er óhjákvæmilega mikill, sérstaklega frá stórum skotkökum og því eru gæludýraeigendur í borginni hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best er að halda köttum inni dagana í kringum áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim er hleypt út, þó það sé aðeins út í garð.

Hægt er að draga úr fjölda flugelda með því að kaupa rótarskot Landsbjargar eða styrkja björgunarsveitir.

Veður

Veður á höfuðborgarsvæðinu á gamlársdags: Hæg breytileg átt og bjartviðri. Frost 2 til 7 stig. Gengur í suðaustan 8-13 m/s með éljum seinnipartinn og hita kringum frostmark.(Spá gerð: 29.12.2023 09:26. Gildir til: 31.12.2023 00:00).

Tenglar

Flugeldarusl