Opið borgaraþing um málefni 0-6 ára barna

Skóli og frístund Stjórnsýsla

Nærmynd af höndum barna að teikna á hvítan renning

Borgarstjórn Reykjavíkur boðar til opins borgaraþings um málefni barna á aldrinum 0–6 ára. Dagvistun, umönnunarbil, aðstæður í borgarumhverfi, fjölbreyttar fjölskyldugerðir og farsæld barna verða meðal annars til umræðu. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta og skiptast á skoðunum. Boðið verður upp á gæslu barna meðan á þinginu stendur.

  • Tímasetning: 11:00–13:00, laugardaginn 8. júní, 2024
  • Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík

Á fundi borgarstjórnar í apríl 2023 var samþykkt tillaga um að halda borgaraþing um  leikskólamál og umönnun ungra barna. Jafnframt kveður ný lýðræðisstefna og aðgerðaáætlun hennar á um að haldin séu regluleg borgaraþing um ýmis málefni en þetta er fyrsta þing sinnar tegundar í Reykjavík. Mikilvægt er að skrá sig.

Upplýsingar og skráning.

Viðburður á Facebook.

Fatahengi á leikskóla, hólf og föt nokkurra barna