Lausar atvinnulóðir á Esjumelum

Atvinnumál Framkvæmdir

Esjumelar - frétt

Reykjavíkurborg auglýsir nú byggingarrétt til sölu á föstu verði á  fjórum lóðum á Esjumelum – Varmadal. Á Esjumelum er atvinnusvæði í uppbyggingu og hafa fjölmörg öflug fyrirtæki komið sér fyrir. 

Lóðirnar eru á föstu verði og geta farið í söluferli strax og áhugasamir aðilar hafa samband. Heimilt er að byggja ríflega 1.300 fermetra atvinnuhúsnæði á hverri lóð. Nánari upplýsingar eru á söluvef Reykjavíkurborgar reykjavik.is/athafnalif

Öflug fyrirtæki á svæðinu

Staðsetning Esjumela hefur kosti fyrir margvíslega atvinnustarfsemi. Búast má við töluverðri uppbyggingu á svæðinu á næstu árum, bæði á Esjumelum sem og á nálægu svæði, Álfsnesi, þar sem uppbygging hringrásargarðs er í undirbúningi. Fjölmörg fyrirtæki eru nú þegar með öfluga starfsemi á svæðinu og á myndbandinu hér fyrir neðan, sem gert var fyrir tveimur árum, má sjá hluta þess blómlega starfs. 

Nánari upplýsingar á lóðavef

Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar á lóðavef: Atvinnulóðir á Esjumelum - fast verð