Hópbifreiðar í miðborginni - breytt fyrirkomulag 15. júlí

Samgöngur

""

Minnt er á að breytt fyrirkomulag vegna aksturs hópbifreiða um miðborgina tekur gildi næstkomandi laugardag, 15. júlí. Unnið er hörðum höndum að því að setja upp ný safnstæði, yfirborðsmerkingar, rútustaura og umferðarmerki. Eldra númerakerfi safnstæðanna gildir fram að 15. júlí en á föstudaginn verður klæðning með nýju númerakerfi sett á alla rútustaura. Sjá nánari upplýsingar.