Hópbifreiðar í miðborginni - breytt fyrirkomulag 15. júlí

miðvikudagur, 12. júlí 2017

Minnt er á að breytt fyrirkomulag vegna aksturs hópbifreiða um miðborgina tekur gildi næstkomandi laugardag, 15. júlí. Unnið er hörðum höndum að því að setja upp ný safnstæði, yfirborðsmerkingar, rútustaura og umferðarmerki. Eldra númerakerfi safnstæðanna gildir fram að 15. júlí en á föstudaginn verður klæðning með nýju númerakerfi sett á alla rútustaura. Sjá nánari upplýsingar.  

  • Busstop.is
    Á vefnum busstop.is má sjá yfirlit yfir safnstæðin og nánari staðsetningu þeirra. Hægt er að hala niður korti af stæðunum, til að prenta út eða hafa í símanum.
  • Akstursleiðir og bannsvæði
    Akstursleiðir og stoppistöðvar fyrir hópbifreiðar í miðborg Reykjavíkur frá og með 15. júlí. Óheimilt verður að aka hópferðabílum innan skyggða reitsins á myndinni eftir 15. júlí 2017.