Rútustoppistöðvar

Í miðborg Reykjavíkur eru rútustoppistöðvar til að auðvelda ferðamönnum að komast í og úr hópferðabílum. Viðmiðunartími fyrir hópferðabíla að stöðva á þessum stöðum eru fimm mínútur. Stöðvarnar eru merktar með heiti og númeri til að draga úr mögulegum misskilningi.  
 • Skilti eru við rútustoppistöðvarnar.
  Skilti eru við rútustoppistöðvarnar.
 • Hámarkstími á rútur er 5 mínútur á rútusleppistæðunum.
  Hámarkstími á rútur er 5 mínútur á rútusleppistæðunum.
 • Akstursleiðir og stoppistöðvar fyrir hópbifreiðar í miðborg Reykjavíkur frá og með 15. júlí. Óheimilt verður að aka hópferðabílu
  Akstursleiðir og stoppistöðvar fyrir hópbifreiðar í miðborg Reykjavíkur frá og með 15. júlí. Óheimilt verður að aka hópferðabílum innan skyggða reitsins á myndinni eftir 15. júlí 2017.
 • Pick-up/Drop-off & driving routes from July 15th.
  Pick-up/Drop-off & driving routes from July 15th.
Markmiðið með stæðunum er að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanir eru á akstri. 
 
Staðsetningar safnstæðanna eru eftirfarandi (frá og með 15. júlí 2017):
1. Ráðhúsið
2. Tjörnin
3. Lækjargata
4. Tryggvagata
5. Harpa
6. Safnahús
7. Traðarkot
8. Hallgrímskirkja
9. Snorrabraut
10. Hlemmur
11. Austurbær
12. Höfðatorg
 
Sjá kort af safnstæðum og akstursleiðum hér.
 
Á vefnum busstop.is má sjá yfirlit yfir safnstæðin og nánari staðsetningu þeirra. Hægt er að hala niður korti af stæðunum, til að prenta út eða hafa í símanum.
 
Núverandi fyrirkomulag um akstur með ferðamenn í miðborginni tók gildi 15. júlí 2017. Sjá nánari upplýsingar hér.
 
Tengiliðir vegna þessarar þjónustu eru:
 • Edda Ívarsdóttir, verkefnisstjóri borgarhönnunar
 • Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur

Senda tölvupóst

 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 2 =