Rútustoppistöðvar

Í miðborg Reykjavíkur eru rútustoppistöðvar til að auðvelda ferðamönnum að komast í og úr hópferðabílum. Viðmiðunartími fyrir hópferðabíla að stöðva á þessum stöðum eru 5 mínútur. Stöðvarnar eru merktar með heiti og númeri til að draga úr mögulegum misskilningi.  
 • Skilti eru við rútustoppistöðvarnar.
 • Hámarkstími á rútur er 5 mínútur á rútusleppistæðunum.
 • Sumarið 2016 voru tólf stæði merkt.
Markmiðið með stæðunum er að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða sem takmarkanir eru á akstri stórra bíla.
 
Skoða staðsetningar stæðanna á korti en þær eru eftirfarandi: 
 1. Tjörnin
 2. Ráðhús
 3. Ingólfstorg
 4. Vesturgata
 5. Harpa
 6. Safnahús
 7. Kvosin
 8. Traðarkot
 9. Hnitbjörg
 10. Hallgrímskirkja
 11. Hlemmur
 12. Höfðatorg
 
Tengiliðir vegna þessarar þjónustu eru:
 • Edda Ívarsdóttir, verkefnisstjóri borgarhönnunnar
 • Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur
 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 6 =