Rútustoppistöðvar

Í miðborg Reykjavíkur eru rútustoppistöðvar til að auðvelda ferðamönnum að komast í og úr hópferðabílum. Viðmiðunartími fyrir hópferðabíla að stöðva á þessum stöðum eru 5 mínútur. Stöðvarnar eru merktar með heiti og númeri til að draga úr mögulegum misskilningi.  
  • Skilti eru við rútustoppistöðvarnar.
  • Hámarkstími á rútur er 5 mínútur á rútusleppistæðunum.
  • Rútustoppistöðvarnar á korti.
Markmiðið með stæðunum er að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða sem takmarkanir eru á akstri stórra bíla.
 
Staðsetningar stæðanna eru eftirfarandi: 

1. Ráðhús
2. Safnahús
3. Harpa
4. Kvosin
5. Ingólfstorg
6. Lækjargata
7. Lækjartorg
8. Hnitbjörg
9. Hallgrímskirkja
10. Hlemmur
11. Höfðatorg
13. Traðarkot

 
Tengiliðir vegna þessarar þjónustu eru:
  • Edda Ívarsdóttir, verkefnisstjóri borgarhönnunnar
  • Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur
 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 1 =