Hækkun á styrk svifryks í borginni

Heilbrigðiseftirlit

""

Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag, 8. mars, en á morgun laugardag er spáð úrkomu og ætti því að draga úr svifryksmengun.  

Styrkur svifryks (PM10) hefur verið hár frá því um hádegi samkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Klukkan 15. var klukkutímagildi svifryks við Grensásveg 197 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Fossaleyni/Víkurvegur var klukkutímagildið á sama tíma 16 míkrógrömm á rúmmetra og við Njörvasund/Sæbraut 41 míkrógrömm á rúmmetra. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var gildið 33 míkrógrömm á rúmmetra. Töluverður vindur hefur verið í borginni og eykst þá uppþyrlun ryks úr umhverfinu. Líklegt er að gildi svifryks við Grensásveg fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin í dag. Á morgun er spáð úrkomu og ætti því að draga úr svifryksmengun. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Á morgun er spáð úrkomu og ætti því að draga úr svifryksmengun.  

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Á þriðjudag voru helstu stofnbrautir innan Reykjavíkur rykbundnar og lukkaðist sú framkvæmd vel en í dag hefur vindur þyrlað upp ryki úr umhverfinu.

Tengill

Kort yfir mælistaði - loftgæði